Umfjöllun og viðtöl: Haukar - OCI Lions 30-18 | Öruggt hjá Haukum Sigmar Sigfússon í Schenker-höllinni skrifar 14. september 2013 16:43 Haukar unnu þriggja marka sigur í gær. Mynd/Daníel Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira