Lífið

Áframhaldandi sigurganga Hross í Oss

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Robbie Collins, gagnrýnandi the Telegraph, gefur íslensku kvikmyndinni Hross í Oss fjórar stjörnur af fimm mögulegum.

Hann kallar kvikmyndina meðal annars hjartnæma, og fallega frumraun leikstjóra.

Telegraph er ekki eini miðillinn sem heillast af kvikmyndinni. Dómur hefur þegar birst í tímaritinu Variety, en þar segir meðal annars að ótrúleg kvikmyndaskot og dásamlega svartur húmor einkenni kvikmyndina Hross í Oss - sem höfundur greinarinnar kallar, frumraun sem vert er að fagna. Hann hælir leikstjóranum fyrir næmt auga og hrósar fegurð náttúru Íslands.

Fyrir tæpri viku var Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó



Fyrir um mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian.

Þá hafa meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar valið Hross í Oss sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Þannig mun hún keppa fyrir Íslands hönd um verðlaunin fyrir bestu kvikmyndina á erlendu tungumáli.

Hér að ofan má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af Benedikt Erlingssyni á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.