Handtaka í Gálgahrauni Reynir Ingibjartsson skrifar 27. desember 2013 07:00 Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Hér eru athugasemdir sem ég sendi lögmanni Hraunavina vegna handtöku minnar í Gálgahrauni, mánudaginn 21. október 2013. Dagana áður vöktuðu sjálfboðaliðar hraunið til að varna því að vinnuvélar ÍAV kæmust inn í hraunið við lagningu fyrirhugaðs Álftanesvegar. Ég var á sk. morgunvakt og síðan á formiðdagsvakt sem átti að vera á svæðinu til kl. 12.30. Ég tók þátt í þessari vakt, bæði sem sjálfboðaliði en ekki síður sem formaður Hraunavina en félagið ásamt öðrum félögum hefur kært verkið sem ólöglega framkvæmd og krafist lögbanns. Með lagningu vegarins yrðu þessi mál í raun og veru eyðilögð, hver svo sem niðurstaðan yrði. Ég leit svo á að mér bæri skylda til að verja sönnunargagnið í þessum dómsmálum.Lögreglumenn drífur að Ég kann ekki að nefna tímasetningar þennan dag en líklega hefur það verið á ellefta tímanum sem gríðarstór jarðýta birtist í vegstæðinu vestan við Gálgahraunið. Þá dreif einnig að lögreglumenn. Við sem mætt voru tókum okkur stöðu í vegstæðinu og settumst. Lögregla bað okkur þá að yfirgefa hið svokallaða vinnusvæði. Við hreyfðum okkur ekki en þegar kom að því að fjarlægja okkur bauðst ég til að verða fyrstur og var síðan leiddur út fyrir vinnusvæðið. Ég fór síðan upp fyrir hið afmarkaða vinnusvæði og upp á hraunbrúnina. Aftur var ég tekinn og færður út fyrir hið svokallaða vinnusvæði. Ég fór þá aftur og aðeins innar í hraunið. Þá gerðist það að vinnusvæðið sem bannsvæði var fært innar í hraunið og aftur fyrir mig. Síðan kom lögreglan og tilkynnti í gjallarhorni að við værum á ólöglegu svæði og mættum búast við handtöku. Ég fór hvergi þar sem ég sat og var þá tekinn af fjórum lögreglumönnum, borinn yfir hraunið og að lögreglubíl sem þá var orðinn fullur af handteknu fólki, en mér var samt troðið inn í bílinn og lá þar á gólfinu. Fæturnir stóðu að vísu út úr bílnum en var troðið inn svo hægt væri að loka bílnum. Síðan var ekið á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar var ég látinn undirrita vottorð um greiðslusekt, kr. 10.000, en dagsetningu á vottorðinu hafði verið breytt úr föstudegi í mánudag. Virtist sem handtaka hefði verið skipulögð á föstudeginum fyrir helgina. Ég neitaði að greiða sektina.Þyngra en tárum taki Enga áverka hlaut ég í þessum handtökum öllum en tapaði gleraugunum. Ég fór síðan aftur í Gálgahraun og þá höfðu gleraugun fundist. Þau voru í vörslu Gunnsteins Ólafssonar, en þá var verið að færa hann í fangelsi öðru sinni. Hann mátti ekki afhenda mér gleraugun og tók annar lögreglumaðurinn það að sér. Nú varð ég vitni að því að jarðýtan (tæp 40 tonn) nánast brunaði yfir hraunið og virtist vegstæðið nánast mælt jafnóðum. Strengdir voru borðar í kring og raðað keilum og voru þeir handteknir sem fóru inn fyrir þetta afmarkaða svæði. Það var þyngra en tárum taki að horfa á þessi vinnubrögð öll sömul. Ég fór úr hrauninu um kl. 3 eftir að búið var að taka ákvörðun um að kalla saman hóp hinna handteknu á fund um kvöldið. Ég sat ekki fundinn allan og þar með lauk þessum eftirminnilega degi sem enn virðist hafa verið óraunverulegur. Mikið myndefni er til frá þessum degi og í látunum voru tekin við mig viðtöl í fjölmiðlum. Handtaka mín er því vel skráð.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun