Vigdís vill endurskoða fjárframlög til RÚV Jakob Bjarnar skrifar 14. ágúst 2013 08:25 Vigdís Hauksdóttir vill endurskoða aðkomu ríkissjóðs að RÚV. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður fjárlaganefndar, segir Ríkisútvarpið vera alltof Evrópusinnað og þar á bæ hafi menn meira að segja skakkt eftir fólki. Hún vill endurskoða framlög ríkisins til stofnunarinnar. Þetta kom fram í viðtali við hana sem var í morgunþætti Bylgjunnar, Í bítið. Vigdís lýsti yfir megnri óánægju með fréttastofu RÚV, meðal annars vegna þess að fréttamenn þar fóru rangt með ummæli hennar, varðandi IPA-styrkina; að þeir væru illa fengið glópagull. Vigdís sagði aldrei að það hefði verið illa fengið. „Skrítið að ríkisútvarpið, sem tekur til sín tæpa fjóra milljarða á ári, fari með ósannindi,“ segir Vigdís. Hún segir nauðsynlegt að þeir sem starfi hjá ríkisstofnunum beri virðingu hver fyrir öðrum. Hún hafi aðeins verið að segja það sem henni býr í brjósti og allir séu sammála um. „Það var sótt um Evrópusambandsumsókn á röngum forsendum og IPA-styrkirnir eru glópagull.“ Þá telur Vigdís fyrirliggjandi að fréttastofan sé alltof Evrópusinnuð. Því vill hún taka til gagngerrar endurskoðunar fjárframlög ríkissjóðs til Ríkisútvarpsins. „Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og RÚV, sem tekur til sín 4 milljarða á ári af skattfé auk auglýsingatekna í samkeppni við einkastöðvar fari fram með þessum hætti? Ég er náttúrlega í þessum hagræðingarhópi og þar liggur allt undir. Mér finnst óeðlilega mikið fjármagn fara í rekstur RÚV. Sérstaklega þegar þeir eru ekki að standa sig betur í fréttaflutningi. Þeir eru hlynntir ákveðinni stefnu og hallast til vinstri. Þetta sjá allir sem vilja sjá. Ég fullyrði það og get staðið við hvar og hvenær sem er að stofnunin er mjög Evrópusambandssinnuð.“ Vigdís segir þá sem í hagræðingarnefndinni eru séu sammála um að það þurfi að fara yfir allt sviðið, hagræða og skera niður. Ríkisútvarpið er meðal þess sem er undir smásjánni.Gera má ráð fyrir því að ummæli Vigdísar reynist umdeild og þannig hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg og fyrrverandi menntamálaráðherra, þegar tjáð sig um þau á Facebooksíðu sinni: „Það er ekkert að því að gagnrýna fjölmiðla en það er alvarlegt mál að hóta almannaþjónustumiðlinum niðurskurði um leið og hann er gagnrýndur. Það er ábyrgðarhluti að fara með fjárveitingavald og að láta skína í niðurskurð gagnvart því sem ekki er manni þóknanlegt sýnir mjög sérstakt viðhorf til valds.“
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira