Erlent

Baðst afsökunar á að hafa skaðað Bandaríkin

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ljóst er að Manning mun þurfa að sitja lengi á bak við lás og slá.
Ljóst er að Manning mun þurfa að sitja lengi á bak við lás og slá.
Bandaríski uppljóstrarinn Bradley Manning baðst afsökunar á að hafa skaðað Bandaríkin fyrir rétti í kvöld.

Manning var dæmdur þann 30. júlí fyrir að leka hátt í 750 þúsund leyniskjölum til WikiLeaks á árunum 2009 til 2010. Hann var sakfelldur í 20 ákæruliðum af 22 og ljóst er að hann mun þurfa að sitja lengi á bak við lás og slá.

„Mér þykir fyrir því að gjörðir mínar hafi skaðað fólk. Og mér þykir leitt að hafa skaðað Bandaríkin,“ sagði Manning fyrir réttinum, sem ákveður nú hversu langan dóm Manning fær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×