Tekist á um skipan í sérfræðingahópinn Stígur Helgason skrifar 14. ágúst 2013 07:00 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa ekki verið fyllilega sammála um það hvaða menn eigi að skipa í sérfræðingahópinn um skuldavandann. Þeir virðast hins vegar vera búnir að ná saman um það að mestu. Fréttablaðið/Stefán Stefnt er að því að tillaga um skipun sérfræðingahóps um almenna skuldaniðurfærslu verði lögð fram á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hópurinn á að skila tillögum sínum í nóvember, sem hefst eftir tæpar tólf vikur. Í þingsályktun sem samþykkt var á sumarþingi hefur sérfræðingahópurinn það hlutverk að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og gera tillögur þar að lútandi. Hann mun starfa á ábyrgð forsætisráðherra og ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna en í henni sitja, auk forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ekki gengið þrautalaust að koma hópnum saman. Í þingsályktunartillögunni er ekki kveðið á um hversu margir eiga að skipa hópinn, hverjir tilnefni fulltrúana eða hvaða skilyrði sérfræðingarnir þurfa að uppfylla. Farin var sú leið að hvor stjórnarflokkur um sig tilnefndi fulltrúa í hópinn en þó varð að vera samstaða þeirra á milli um skipun allra fulltrúana. Um þetta hafa staðið viðræður upp á síðkastið og ekki alltaf verið full eining. Hópurinn mun hafa í ýmis horn að líta næstu mánuði, en mun þó byggja vinnu sína að miklu leyti á gögnum sem þegar hefur verið aflað í fyrri vinnu opinberra aðila við mat á skuldastöðu íslenskra heimila. Báðir stjórnarflokkarnir voru með tillögur að aðgerðum í þágu skuldugra heimila á stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn boðaði að svigrúm sem mundi myndast með samningaviðræðum við kröfuhafa yrði notað í almenna niðurfærslu á skuldum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist vilja veita sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af lánum til íbúðarkaupa. Sérfræðingahópurinn mun meðal annars meta hvort velja eigi aðra af þessum tveimur leiðum, blöndu af þeim eða fara þær báðar og gefa fólki kost á að velja á milli þeirra. Verði almenn niðurfærsla fyrir valinu þarf hópurinn einnig að taka afstöðu til þess hversu almenn hún á að vera, meðal annars hvort taka skuli tillit til skuldaaðgerða á vegum stjórnvalda sem fólk hefur þegar notið. Hann á jafnframt að taka út kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð sem ætti að brúa bilið þangað til niðurstaða fæst um endanlegt uppgjör við kröfuhafa föllnu bankanna. Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Stefnt er að því að tillaga um skipun sérfræðingahóps um almenna skuldaniðurfærslu verði lögð fram á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Hópurinn á að skila tillögum sínum í nóvember, sem hefst eftir tæpar tólf vikur. Í þingsályktun sem samþykkt var á sumarþingi hefur sérfræðingahópurinn það hlutverk að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og gera tillögur þar að lútandi. Hann mun starfa á ábyrgð forsætisráðherra og ráðherranefndar um úrlausnir í skuldamálum heimilanna en í henni sitja, auk forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og félags- og húsnæðisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur ekki gengið þrautalaust að koma hópnum saman. Í þingsályktunartillögunni er ekki kveðið á um hversu margir eiga að skipa hópinn, hverjir tilnefni fulltrúana eða hvaða skilyrði sérfræðingarnir þurfa að uppfylla. Farin var sú leið að hvor stjórnarflokkur um sig tilnefndi fulltrúa í hópinn en þó varð að vera samstaða þeirra á milli um skipun allra fulltrúana. Um þetta hafa staðið viðræður upp á síðkastið og ekki alltaf verið full eining. Hópurinn mun hafa í ýmis horn að líta næstu mánuði, en mun þó byggja vinnu sína að miklu leyti á gögnum sem þegar hefur verið aflað í fyrri vinnu opinberra aðila við mat á skuldastöðu íslenskra heimila. Báðir stjórnarflokkarnir voru með tillögur að aðgerðum í þágu skuldugra heimila á stefnuskrá sinni fyrir kosningar. Framsóknarflokkurinn boðaði að svigrúm sem mundi myndast með samningaviðræðum við kröfuhafa yrði notað í almenna niðurfærslu á skuldum. Sjálfstæðisflokkurinn sagðist vilja veita sérstakan skattaafslátt vegna afborgana af lánum til íbúðarkaupa. Sérfræðingahópurinn mun meðal annars meta hvort velja eigi aðra af þessum tveimur leiðum, blöndu af þeim eða fara þær báðar og gefa fólki kost á að velja á milli þeirra. Verði almenn niðurfærsla fyrir valinu þarf hópurinn einnig að taka afstöðu til þess hversu almenn hún á að vera, meðal annars hvort taka skuli tillit til skuldaaðgerða á vegum stjórnvalda sem fólk hefur þegar notið. Hann á jafnframt að taka út kosti og galla þess að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð sem ætti að brúa bilið þangað til niðurstaða fæst um endanlegt uppgjör við kröfuhafa föllnu bankanna.
Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira