Reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu 9. júní 2013 06:00 Hugi Harðarson, sem margir þekkja úr sundinu hér á árum áður, tók þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík. Hann synti að sjálfsögðu en skellti sér einnig í kastgreinar. Hér er hann með spjótið á lofti. Sundkappinn Hugi Harðarson er einn fjölmargra keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fer nú fram í Vík í Mýrdal. Skagamaðurinn Hugi , sem var á tímabili í hópi sterkustu sundmanna landsins, er að taka þátt í sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+. Hugi, sem verður fimmtugur eftir tvær vikur, tekur að sjálfsögðu þátt í sundi á mótinu og skellti sér að auki líka í kastgreinar. „Ég er gamall ungmennafélagi og tók þátt í nokkrum landsmótum þegar ég var yngri. Þar keppti ég alltaf í sundi en núna langaði mér að breyta til og bæta við nokkrum greinum. Ég var ekkert búinn að æfa kastgreinar fyrir mótið, ætlaði að vísu að gefa mér tíma í það, en það fyrirfórst. Ég er að æfa hins vegar garpasund tvisvar í viku og í hina almennu líkamsrækt,“ sagði Hugi eftir keppnina í gær. Hugi byrjaði að æfa sund sjö ára gamall og hætti um tvítugt að æfa fyrir alvöru. Hans aðalgreinar voru baksund, skriðsund og fjórsund. Hugi átti á tímabili nokkur Íslandsmet. „Maður býr að því núna í dag að hafa æft mikið þegar maður var yngri. Ég reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu en það er núna bara svo að heilsan skiptir öllu máli og því nauðsynlegt að halda henni við með reglubundni hreyfingu. Mér finnst þessi 50+ mót alveg frábær, hitta gamla félaga, kynnast nýju fólki gefur lífinu gildi. Ég er ákveðinn í því að taka þátt í mótinu á Húsavík á næsta ári og reyna bæta mig frá þessu móti,“ sagði Hugi Harðarson hress í bragði. Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira
Sundkappinn Hugi Harðarson er einn fjölmargra keppenda á Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem fer nú fram í Vík í Mýrdal. Skagamaðurinn Hugi , sem var á tímabili í hópi sterkustu sundmanna landsins, er að taka þátt í sínu fyrsta Landsmóti UMFÍ 50+. Hugi, sem verður fimmtugur eftir tvær vikur, tekur að sjálfsögðu þátt í sundi á mótinu og skellti sér að auki líka í kastgreinar. „Ég er gamall ungmennafélagi og tók þátt í nokkrum landsmótum þegar ég var yngri. Þar keppti ég alltaf í sundi en núna langaði mér að breyta til og bæta við nokkrum greinum. Ég var ekkert búinn að æfa kastgreinar fyrir mótið, ætlaði að vísu að gefa mér tíma í það, en það fyrirfórst. Ég er að æfa hins vegar garpasund tvisvar í viku og í hina almennu líkamsrækt,“ sagði Hugi eftir keppnina í gær. Hugi byrjaði að æfa sund sjö ára gamall og hætti um tvítugt að æfa fyrir alvöru. Hans aðalgreinar voru baksund, skriðsund og fjórsund. Hugi átti á tímabili nokkur Íslandsmet. „Maður býr að því núna í dag að hafa æft mikið þegar maður var yngri. Ég reyni hvað ég get til að halda mér í æfingu en það er núna bara svo að heilsan skiptir öllu máli og því nauðsynlegt að halda henni við með reglubundni hreyfingu. Mér finnst þessi 50+ mót alveg frábær, hitta gamla félaga, kynnast nýju fólki gefur lífinu gildi. Ég er ákveðinn í því að taka þátt í mótinu á Húsavík á næsta ári og reyna bæta mig frá þessu móti,“ sagði Hugi Harðarson hress í bragði.
Íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Sjá meira