Fjölmargir Íslendingar finna ástina á netinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 08:00 Amor internetsins. Fréttablaðið/Stefán „Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni. Okkar markhópur er fólk sem er að leita að ástinni og lífsförunaut, ekki fólk sem leitar að skyndikynnum,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður stefnumótasíðunnar makaleit.is. Hann segir marga hafa fundið maka í gegnum síðuna. „Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni.“ Björn Ingi er einnig hæstánægður með að afar lítið hafi verið um að fólk misnoti vefinn. „Allar myndir fara í gegnum samþykktarferli áður en þær birtast. Það eru ekki allir notendur sem setja inn mynd af sér en langflestir. Það eru hátt í tvö þúsund myndir á vefnum og hingað til hef ég aðeins hafnað tveimur því þær voru af kynferðislegum toga. Þá hef ég aðeins fengið þrjár tilkynningar um að notandi sé að misnota vefinn frá öðrum notendum. Það segir mikið um fólkið sem skráir sig.“ Björn Ingi leggur mikið upp úr því að vefurinn sé smekklegur og segir kynjahlutfallið jafnt. Hann er með alls kyns nýjungar í bígerð og byrjar með hraðstefnumót á mánudaginn á Hressó hressingarskála. Þátttakendur þurfa að vera skráðir notendur Makaleitar.is til að skrá sig en hægt er að fá fría prufuáskrift í tíu daga. Þegar prufuáskriftin er liðin kostar aðgangurinn 490 krónur á mánuði. „Fyrsta hraðstefnumótið er fyrir fólk á aldrinum 50 til 65 ára, mánudaginn á eftir fyrir 30 til 40 ára og því næst fyrir 20 til 30 ára og kostar aðeins 995 krónur. Hraðstefnumótið fer fram í lokuðum sal og mér datt í hug að skipta stefnumótinu í tvo hluta. Í fyrri hlutanum fá allir þrjár mínútur með einstaklingi af hinu kyninu og þurfa að svara þremur léttum spurningum saman. Það er góð leið til að brjóta ísinn því í seinni hlutanum er frjálst spjall í fimm mínútur og þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Ef þessi hraðstefnumót gefast vel hef ég í hyggju að bjóða upp á aðrar uppákomur þar sem fólk getur hist í öruggu umhverfi,“ segir Björn Ingi og bætir við að framtíð Makaleitar.is sé björt.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira