Röddin okkar Listamenn skrifa skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Þjóðin á sér rödd. Sú rödd er ekki ómþýð. Eina stundina minnir hún á stamandi unglingspilt í mútum, þá næstu á langþreytta kerlingu með reykingahósta. Stundum minnir hún á hikstandi smástelpu, augnabliki síðar á örvæntingarfullan tenór. Hljómur hennar er margradda. Þannig verður það að vera, öðruvísi getur þjóðin ekki átt sér rödd. Forsenda þess að röddin fái að hljóma í öllum sínum blæbrigðum, þessum kraftmikla lífsþorsta, er að hér á landi sé rekið öflugt ríkisútvarp með reynsluríku dagskrárgerðarfólki. Aðeins þannig er hægt að tryggja að röddin sé sönn. Nú á að lækka rostann í þessari hljómmiklu rödd. Blóðtakan hjá RÚV er svo yfirgengileg að það er engu líkara en það eigi að gelda allan kórinn, þessa þrætugjörnu en þó líflegu þjóð. Það er verið að þvinga röddina þannig að hún verði hjómið eitt. Við þessar aðstæður verður að teljast ólíklegt að RÚV geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu sem skyldi. Það er svo hátt reitt til höggs að afleiðingarnar verða tæpast afturkræfar. Það er ekki að ástæðulausu að rúm 50% þjóðarinnar treysta RÚV (samanborið við 16% traust á Alþingi eða 14% traust á öðrum fjölmiðlum samkvæmt könnun MMR í október). Landsmenn treysta RÚV af því að þar vinna starfsmenn af heilindum og ástríðu. Það sækir enginn um að vinna við dagskrárgerð eða á fréttastofu til að verða ríkur eða til að þjóna hagsmunum fárra. Nú eru slegnar sprungur í Spegilinn á Rás 1 og Kastljós sjónvarps þarf að lýsa landsmönnum veginn með sífellt færri perum. Kona ein veitti lesendum Smartlands Mörtu Maríu eitt sinn það fegrunarráð að slökkva ljósið. Það er engu líkara en ríkisstjórn Íslands hafi tekið þetta til sín. Það lítur út fyrir að Tónlistardeild Rásar 1 verði vart starfandi eftir þessa uppsagnahrinu, okkur telst til að nú starfi 2,4 starfsmenn á deildinni. Svo virðist einnig sem barnaefni í útvarpi hafi verið slegið af þar sem báðir dagskrárgerðarmenn Leynifélagsins eru í hópi þeirra sem var sagt upp – og þannig mætti lengi upp telja. Dagskrárgerðarfólk RÚV á stóran þátt í sköpun menningar dagsins í dag, en auk þess varðveitir RÚV menningararf síðustu 70 ára og heldur honum lifandi. Útvarpsperla er réttnefni fyrir þá dagskrárliði. Vegna RÚV hafa landsmenn í senn getað litið um öxl og horft fram á veginn; en nú á að sjá til þess að okkar tími verði eyða í safni útvarpsins. Þetta er svartur dagur. Er hann virkilega kominn? Við neitum að trúa að þetta sé óhjákvæmileg forgangsröðun á fjárlögum. Við neitum líka að trúa að stjórn Ríkisútvarpsins hafi ekki getað forgangsraðað hlutunum á annan hátt en raun ber vitni. Hvað er mikilvægara en að fjárfesta í dagskrárgerðarfólki með ómetanlega reynslu? Er einhver skynsamleg skýring á þessu? Nei, segjum við. Nei. Kannski er munurinn á þjóðmenningu og menningu sá að í þjóðmenningunni felst það eitt að vera með íslenskt vegabréf á meðan menningin er það sem fólk gerir vel. Það er verið að segja okkur að við höfum ekki efni á því lengur.Víkingur Heiðar ÓlafssonAuður JónsdóttirJón Kalman StefánssonKristín ÓmarsdóttirAndri Snær MagnasonGuðrún Eva MínervudóttirIngi Björn GuðnasonEiríkur Örn NorðdahlVigdís GrímsdóttirLísa KristjánsdóttirÞórunn Erlu ValdimarsdóttirSigurbjörg ÞrastardóttirRannveig (Gagga) JónsdóttirBirna Anna BjörnsdóttirEiríkur GuðmundssonÞórarinn LeifssonRagna SigurðardóttirKristín Eiríksdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin á sér rödd. Sú rödd er ekki ómþýð. Eina stundina minnir hún á stamandi unglingspilt í mútum, þá næstu á langþreytta kerlingu með reykingahósta. Stundum minnir hún á hikstandi smástelpu, augnabliki síðar á örvæntingarfullan tenór. Hljómur hennar er margradda. Þannig verður það að vera, öðruvísi getur þjóðin ekki átt sér rödd. Forsenda þess að röddin fái að hljóma í öllum sínum blæbrigðum, þessum kraftmikla lífsþorsta, er að hér á landi sé rekið öflugt ríkisútvarp með reynsluríku dagskrárgerðarfólki. Aðeins þannig er hægt að tryggja að röddin sé sönn. Nú á að lækka rostann í þessari hljómmiklu rödd. Blóðtakan hjá RÚV er svo yfirgengileg að það er engu líkara en það eigi að gelda allan kórinn, þessa þrætugjörnu en þó líflegu þjóð. Það er verið að þvinga röddina þannig að hún verði hjómið eitt. Við þessar aðstæður verður að teljast ólíklegt að RÚV geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu sem skyldi. Það er svo hátt reitt til höggs að afleiðingarnar verða tæpast afturkræfar. Það er ekki að ástæðulausu að rúm 50% þjóðarinnar treysta RÚV (samanborið við 16% traust á Alþingi eða 14% traust á öðrum fjölmiðlum samkvæmt könnun MMR í október). Landsmenn treysta RÚV af því að þar vinna starfsmenn af heilindum og ástríðu. Það sækir enginn um að vinna við dagskrárgerð eða á fréttastofu til að verða ríkur eða til að þjóna hagsmunum fárra. Nú eru slegnar sprungur í Spegilinn á Rás 1 og Kastljós sjónvarps þarf að lýsa landsmönnum veginn með sífellt færri perum. Kona ein veitti lesendum Smartlands Mörtu Maríu eitt sinn það fegrunarráð að slökkva ljósið. Það er engu líkara en ríkisstjórn Íslands hafi tekið þetta til sín. Það lítur út fyrir að Tónlistardeild Rásar 1 verði vart starfandi eftir þessa uppsagnahrinu, okkur telst til að nú starfi 2,4 starfsmenn á deildinni. Svo virðist einnig sem barnaefni í útvarpi hafi verið slegið af þar sem báðir dagskrárgerðarmenn Leynifélagsins eru í hópi þeirra sem var sagt upp – og þannig mætti lengi upp telja. Dagskrárgerðarfólk RÚV á stóran þátt í sköpun menningar dagsins í dag, en auk þess varðveitir RÚV menningararf síðustu 70 ára og heldur honum lifandi. Útvarpsperla er réttnefni fyrir þá dagskrárliði. Vegna RÚV hafa landsmenn í senn getað litið um öxl og horft fram á veginn; en nú á að sjá til þess að okkar tími verði eyða í safni útvarpsins. Þetta er svartur dagur. Er hann virkilega kominn? Við neitum að trúa að þetta sé óhjákvæmileg forgangsröðun á fjárlögum. Við neitum líka að trúa að stjórn Ríkisútvarpsins hafi ekki getað forgangsraðað hlutunum á annan hátt en raun ber vitni. Hvað er mikilvægara en að fjárfesta í dagskrárgerðarfólki með ómetanlega reynslu? Er einhver skynsamleg skýring á þessu? Nei, segjum við. Nei. Kannski er munurinn á þjóðmenningu og menningu sá að í þjóðmenningunni felst það eitt að vera með íslenskt vegabréf á meðan menningin er það sem fólk gerir vel. Það er verið að segja okkur að við höfum ekki efni á því lengur.Víkingur Heiðar ÓlafssonAuður JónsdóttirJón Kalman StefánssonKristín ÓmarsdóttirAndri Snær MagnasonGuðrún Eva MínervudóttirIngi Björn GuðnasonEiríkur Örn NorðdahlVigdís GrímsdóttirLísa KristjánsdóttirÞórunn Erlu ValdimarsdóttirSigurbjörg ÞrastardóttirRannveig (Gagga) JónsdóttirBirna Anna BjörnsdóttirEiríkur GuðmundssonÞórarinn LeifssonRagna SigurðardóttirKristín Eiríksdóttir
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun