Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Frosti Logason skrifar 1. október 2013 11:30 Mandarín vespur hafa nýverið dregið 21 manneskju til dauða í Kína. Eins og allir vita geta íslenskir geitungar verið hvimleiðir vágestir yfir sumartímann í görðum landsmanna. Fólk vill helst ekki hafa þessar skepnur neins staðar nálægt sér og svo virðist sem geitungarnir séu heldur ekkert hrifnir af okkur mannfólkinu. Af þessari sambúð getur skapast nokkurs konar stríðsástand. En verra gæti það svo sannarlega verið. Samkvæmt nýlegum fregnum frá Kína hafa þar látist 21 manneskja, eingöngu í Shaanxi héraði, á síðastliðnum þremur mánuðum í kjölfarið á stungum þarlendra ættingja geitunganna. Sökudólgurinn er talin vera hin vígalega Mandarín vespa (e. Asian giant hornets). Hún er heimsins stærsta vespa og ansi vígaleg á að líta. Eins og fregnir gefa til kynna er útlit hennar þó ekki hennar versti eiginleiki. Hún getur nefnilega dælt inn í fórnarlömb sín vænni gusu af mjög öflugu eitri. Eitrið er svo öflugt að það einfaldlega étur upp nýrun á þeim sem fyrir því verða.Myndin hér að ofan sýnir fjórar dauðar drottningar af þessu kyni en þær eru reyndar talsvert stærri en hin almenna vinnuvespa, sem er algengari og fer auðvitað víðar. Að neðan má svo sjá myndband af sambærilegum vespum í Japan. Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Mark Lanegan í Fríkirkjunni 30. nóvember Harmageddon
Eins og allir vita geta íslenskir geitungar verið hvimleiðir vágestir yfir sumartímann í görðum landsmanna. Fólk vill helst ekki hafa þessar skepnur neins staðar nálægt sér og svo virðist sem geitungarnir séu heldur ekkert hrifnir af okkur mannfólkinu. Af þessari sambúð getur skapast nokkurs konar stríðsástand. En verra gæti það svo sannarlega verið. Samkvæmt nýlegum fregnum frá Kína hafa þar látist 21 manneskja, eingöngu í Shaanxi héraði, á síðastliðnum þremur mánuðum í kjölfarið á stungum þarlendra ættingja geitunganna. Sökudólgurinn er talin vera hin vígalega Mandarín vespa (e. Asian giant hornets). Hún er heimsins stærsta vespa og ansi vígaleg á að líta. Eins og fregnir gefa til kynna er útlit hennar þó ekki hennar versti eiginleiki. Hún getur nefnilega dælt inn í fórnarlömb sín vænni gusu af mjög öflugu eitri. Eitrið er svo öflugt að það einfaldlega étur upp nýrun á þeim sem fyrir því verða.Myndin hér að ofan sýnir fjórar dauðar drottningar af þessu kyni en þær eru reyndar talsvert stærri en hin almenna vinnuvespa, sem er algengari og fer auðvitað víðar. Að neðan má svo sjá myndband af sambærilegum vespum í Japan.
Harmageddon Mest lesið Hvetur til sniðgöngu verslana Bónus og Hagkaupa Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon Vildu fá að ritskoða spurningar Harmageddon Vill meina að barnaníðingar séu í raun bara hommar Harmageddon Segir Ísland síðasta vígi kristinna manna Harmageddon Rússneskar herþotur fyrir íslenskt skattfé? Harmageddon Högni sveipaður dulúð og þokka Harmageddon Þetta er ekki úr vísindaskáldsögu Harmageddon Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Mark Lanegan í Fríkirkjunni 30. nóvember Harmageddon