Haukur skoðar heiminn: „Vona að þeir hafni mér ekki“ 28. október 2013 11:39 Haukur skoðar heiminn er nafn nýrra vefsjónvarpsþátta sem Vísir og Harmageddon.is frumsýna í dag. Umsjónarmaður þáttanna er Haukur Viðar Alfreðsson og mun hann koma víða við í vetur. Í þessum fyrsta þætti setur Haukur saman sannkallaða súpergrúppu og hljóðritar frumsamið lag til að senda í Söngvakeppnina 2014. En tíminn er naumur og hópurinn hefur aðeins þrjár klukkustundir til að taka upp lagið og skila því áður en skilafresturinn rennur út. Haukur hefur áhyggjur af því að hann uppfylli ekki öll skilyrði keppninnar en lætur þó slag standa. „Ég vona að þeir hafni mér ekki,“ segir hann og bætir því við að hann hafi alltaf látið sig dreyma um að fara til Danmerkur þar sem keppnin er haldin. Tekst Hauki að skila laginu í tæka tíð? Kemst lagið áfram í aðalkeppnina? Mun súpergrúppa Hauks vinna hug og hjörtu Evrópu? Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Föstudagurinn langi Harmageddon Segir umhverfisráðherra ekki notast við rök Harmageddon Árni Hjörvar spilar með John Fogerty Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Logi Bergmann á sviði með Iron Maiden Harmageddon Samkynhneigðir Aríar taka höndum saman Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon
Haukur skoðar heiminn er nafn nýrra vefsjónvarpsþátta sem Vísir og Harmageddon.is frumsýna í dag. Umsjónarmaður þáttanna er Haukur Viðar Alfreðsson og mun hann koma víða við í vetur. Í þessum fyrsta þætti setur Haukur saman sannkallaða súpergrúppu og hljóðritar frumsamið lag til að senda í Söngvakeppnina 2014. En tíminn er naumur og hópurinn hefur aðeins þrjár klukkustundir til að taka upp lagið og skila því áður en skilafresturinn rennur út. Haukur hefur áhyggjur af því að hann uppfylli ekki öll skilyrði keppninnar en lætur þó slag standa. „Ég vona að þeir hafni mér ekki,“ segir hann og bætir því við að hann hafi alltaf látið sig dreyma um að fara til Danmerkur þar sem keppnin er haldin. Tekst Hauki að skila laginu í tæka tíð? Kemst lagið áfram í aðalkeppnina? Mun súpergrúppa Hauks vinna hug og hjörtu Evrópu? Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Föstudagurinn langi Harmageddon Segir umhverfisráðherra ekki notast við rök Harmageddon Árni Hjörvar spilar með John Fogerty Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Skírður í höfuðið á hljómsveitinni Þeyr Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Davíð Oddsson tjáir sig um bankahrunið Harmageddon Logi Bergmann á sviði með Iron Maiden Harmageddon Samkynhneigðir Aríar taka höndum saman Harmageddon Feitlaginn bandarískur umboðsmaður vildi fá hana í rúmið Harmageddon