Kennari lagður í einelti af skólastjóra Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 6. desember 2013 15:23 Kennarinn er enn við störf en skólastjórinn hættur. Mynd/Oddgeir Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Suðurnesjavefur DV segir frá þessu. Það voru þrír sálfræðingar sem komust að þessari niðurstöðu en þeir voru fengnir til þess að athuga málið og gera skýrslu í kjölfarið á kvörtunum sem bárust sviðsstjóra skólamála. Haustið 2011 kvartaði grunnskólakennari í Grindavík formlega yfir einelti með erindi til sviðsstjóra skólamála í Grindavík, þar sem hann sagðist verða fyrir af hálfu skólastjórans. Sálfræðistofunni Líf og sál var falið að rannsaka ásakanirnar. Skýrslu um málið var skilað 8. desember 2011 en þá hafði Páll Leó látið af störfum sem skólastjóri. Páll Leó hafði starfað sem skólastjóri í um það bil þrjú ár áður en hann lét af störfum en kennarinn sem varð fyrir eineltinu hóf störf við skólann árið 1999. Þegar Páll Leó lét af störfum í nóvember 2011 sagði bæjarstjórinn í Grindavík að starfslokin hefðu ekki tengst eineltismálinu. Páll Leó lét þó af störfum á svipuðum tíma og málið kom upp. „Það var vegna ýmissa stjórnunarmála. Þá var þetta eineltismál ekki komið upp. Við vorum ekki að ná þeim árangri í skólanum sem við vildum ná og því gengum við í það að semja við hann um starfslok,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík í samtali við Suðurnesjavef DV. Kennarinn stefndi Grindavíkurbæ og vildi fá bætur vegna eineltisins. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember þar sem Grindavíkurbær var dæmdur til að greiða kennaranum 400 þúsund krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum. Í skýrslu sálfræðinganna kemur fram að Páll Leó hafi gerst sekur um einelti, en þeir skilgreina það sem endurtekna neikvæða og/eða niðurlægjandi framkomu sem erfitt sé að verjast og leiðir til vanlíðunar hjá þeim sem fyrir verður. Þá kemur fram í skýrslunni að eineltið hafi verið svo mikið að annað starfsfólk skólans hafi fundið til með kennaranum. Honum hafi liðið mjög illa vegna eineltisins og það hafi samstarfsfólk hans séð og fundið fyrir. Í dómnum kemur fram að eineltið hafi af öllu leyti átt sér stað innan vegja skólans og að Grindavíkurbær hafi ekki mótmælt skýrslu sálfræðinganna. Bærinn hins vegar mótmælti því að skýrslan yrði notuð sem sönnunargagn um miskabætur í málinu fyrir dómi. Dómarinn sagði að skýrslan og niðurstöður hennar sýndu fram á að skilyrði bótaskyldu væru uppfyllt og því bæri Grindavíkurbæ að greiða kennaranum bætur. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að bærinn telji að gerandinn eigi að greiða þessar bætur. Hann segir að kennarinn sé enn við störf, skólinn sé kominn með nýjan skólastjóra og starfsandinn sé ágætur.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“