Innlent

Ísland mun bráðna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks.
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks. MYND/AFP
„Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að  Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010. 

Wired.com heldur því fram að í gögnum sem vísað er til sé Nathaniel Frank dulnefni Julian Assange og Chelsea Manning sé Nobody. Gögnin bera þess merki að hafa verið notuð sem sönnunargögn í málarekstri Bandaríkjastjórnar á hendur Manning.

Samtalið átti sér stað þann 17. mars árið 2010 en Chelsea Manning, áður Bradley Manning, var í sumar dæmd í 35 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa lekið 700 þúsund leynilegum skjölum til WikiLeaks.

Julian Assange er einnig eignuð setningin „þetta land mun bráðna“ eftir að hann hafði fengið umrædd gögn um einkavæðingu bankanna hér á landi.

Vísir greindi frá því fyrr í kvöld að WikiLeaks sé með fjóra mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga en samskipti þeirra voru birt á vefsíðunni Wired.com í gær.

Hér að neðan má sjá skjáskot af umræddu samtalinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×