Hildur Þorgeirsdóttir meiddist á æfingu íslenska landsliðsins í gær og verður frá næstu vikurnar.
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í morgun að hún væri óbrotin en í fyrstu var óttast að meiðslin væru slæm. Hún verði líklega frá keppni næstu 4-5 vikurnar.
Ísland lék þrjá æfingaleiki gegn Sviss um síðustu helgi og spilar tvo æfingaleiki við U-16 lið karla um helgina. Ljóst er að Hildur mun missa af þeim leikjum.
Alls hafa nú fjórir leikmenn landsliðsins meiðst eftir að það kom saman til æfinga fyrir skömmu. Rut Jónsdóttir meiddist á öxl, Stella Sigurðardóttir fékk högg á augað og Rakel Dögg Bragadóttir heilahristing eftir að hafa fengið skot í höfuðið á æfingu.
Enn ein meiðslin í landsliðinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
