Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 07:00 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur hefur ásamt fleirum greint bein úr 83 kumlum frá landnámsöld. Fréttablaðið/Tómas Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Dramatískar breytingar hjá Flokki fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira