Fyrsta konan í fimmtán ár til að stýra skráðu fyrirtæki Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem er upphaflega frá Stykkishólmi, varð margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta með KR í kringum 1980. Fréttablaðið/Vilhelm Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir varð á dögunum fyrsta konan í fimmtán ár og sú önnur alls til að stýra skráðu fyrirtæki á Íslandi þegar viðskipti hófust með hlutabréf í VÍS í Kauphöllinni. Markaðurinn ræddi við Sigrúnu í tilefni af skráningunni. „Það er búið að vera mjög krefjandi og ánægjulegt að taka þátt í söluferlinu og skráningu félagsins á markað. Þetta var ný reynsla,“ segir Sigrún Ragna, sem var í framkvæmdastjórn Íslandsbanka áður en hún var ráðin forstjóri VÍS í ágúst 2011. Þar áður starfaði hún sem endurskoðandi hjá Deloitte í tuttugu ár. „Þegar ég hætti hjá Deloitte var ég stjórnarformaður félagsins og hafði um árabil tekið þátt í að byggja upp þetta stóra sérþekkingarfyrirtæki. Hjá Íslandsbanka tók ég svo þátt í því að byggja upp nýjan banka eftir hrunið, sem var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að takast á við,“ segir Sigrún. Þátttakan í hlutafjárútboði VÍS var mikil og reyndist tíföld umframeftirspurn eftir hlutabréfum. Sigrún Ragna segir að í útboði félagsins hafi fjárfestum boðist nýr valkostur sem augljóslega hafi verið tekið fagnandi. „Þetta er fyrsta tryggingafélagið til að fara á markað eftir hrun. Þetta er arðgreiðslufélag og félag með langa og trausta sögu um ágætis afkomu. Ég held að það hafi endurspeglast í áhuga fjárfesta,“ segir Sigrún. Sigrún Ragna er uppalin í Stykkishólmi og eins og Hólmara er háttur spilaði hún körfubolta á sínum yngri árum. „Þegar yngri flokkunum sleppti spilaði ég með KR og menn hafa stunduð kallað það lið gullaldarlið kvennakörfunnar í KR enda tókum við þó nokkra titla á þessum árum.“ Utan skrifstofunnar er Sigrún mikil útivistarmanneskja, en henni finnst fátt betra en að komast í stangveiði. „Mér finnst rosalega gott að vera úti við. Mér finnst gaman að fara út að hlaupa eða ganga og ef ég get gengið á eftir golfbolta er það ágætt. Svo finnst mér mjög gaman að fara á skíði. Þetta eru aðaláhugamálin, áhugamál sem fjölskyldan getur tekið þátt í saman,“ segir Sigrún, sem er gift Eiríki Jónssyni viðskiptafræðingi og eiga þau saman tvo drengi.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira