Viðskipti innlent

Haraldur vann Webby-verðlaun

Freyr Bjarnason skrifar
Haraldur Þorleifsson hlaut Webby-verðlaunin fyrir google maps.
Haraldur Þorleifsson hlaut Webby-verðlaunin fyrir google maps. Mynd/Valli
„Ég er húrrandi glaður,“ segir vefhönnuðurinn Haraldur Þorleifsson.

Hann vann ein Webby-verðlaun og tvenn People"s Choice-verðlaun, sem eru hluti af Webby-verðlaununum, fyrir hönnun kynningarsíðu fyrir Google Maps, sem heitir More Than A Map.

Webby-verðlaunin eru þau virtustu innan vefheimsins og því um mikinn heiður að ræða fyrir Harald. „Ég held að þetta séu stærstu verðlaunin sem er hægt að vinna í þessum bransa. Öll svona verðlaun hjálpa til við að auka athygli á því sem maður er að gera.“

Haraldur, sem er sjálfstætt starfandi, hefur á nokkrum árum skapað sér sess á meðal fremstu vefhönnuða í heiminum. Á ferli sínum hefur hann unnið fyrir Microsoft, Motorola og nú síðast Google.

Hann vann Webby-verðlaunin, sem eru aðalverðlaunin og valin af dómnefnd, í flokknum „Corporate Communacations“. Hann hlaut People"s Choice-verðlaunin, þar sem almenningur gat kosið hann, í flokkunum „Corporate Communacations“ og „Best Navigation/Structure“.


Tengdar fréttir

Íslenskur vefhönnuður meðal þeirra fremstu í heimi

Vefhönnuðurinn Haraldur Þorleifsson er á hraðri uppleið. Hann er eftirsóttur á meðal tölvurisa heimsins, hefur unnið fyrir Microsoft og Motorola og var á dögunum tilnefndur til stórra alþjóðlegra verðlauna fyrir vinnu sína fyrir Google.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×