Faðirinn og rokkarinn nánir vinir 9. febrúar 2013 20:30 Eyþór Ingi hefur aldrei verið mikill námsmaður. Hann hefur gert tvær misheppnaðar tilraunir til að leggja stund á nám í tónlist en hefur að mestu kennt sér sjálfur. Tóneyrað segist hann hafa frá afa sínum sem hefur aldrei lært á neitt hljóðfæri en getur þó gripið í þau flest. Fréttablaðið/Villi "Frá því í leikskóla hef ég verið voða upptekinn að því að verða leikari eða söngvari. Sem krakki horfði ég mikið á myndir með Elvis Presley og söng lögin hans svo á leikskólanum á mjög bjagaðri ensku. Það eru til skemmtileg fjölskyldumyndbönd frá minni barnæsku þar sem ég syng til dæmis Amonsjúka, sem átti að vera All Suit Up, og reyndi að kenna foreldrum mínum að hreyfa sig eins og Elvis," segir Eyþór Ingi og hlær. Fjölskyldufaðirinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er fæddur á Dalvík árið 1989. Hann ólst þar upp en býr nú í Kópavoginum og er í fullri dagvinnu sem pabbi. Á kvöldin klæðir hann sig svo oftar en ekki í rokkgallann og skemmtir fólki með frábærri söngröddinni. "Ég hef verið að koma fram frá því ég var smá pjakkur, þá annaðhvort með harmonikkuna eða sem Ladda-eftirherma og ég hef alltaf fengið mikinn stuðning. Afi er duglegur að rifja það upp þegar ég var með honum í hesthúsinu og karlarnir í kring komu í kaffi. Þá vippaði ég mér upp á einn heybaggann og söng fyrir þá. Mamma og pabbi leyfðu mér líka oft að skemmta þeim sem komu í heimsókn. Svo var ég algjör límheili þegar ég var yngri og þuldi til dæmis upp heilu þættina af Heilsubælinu fyrir gesti og gangandi," rifjar hann upp. Feimni hrjáði hann því ekki á sínum yngri árum en hann segir hana hafa ágerst með árunum. "Það er alltaf ákveðið óöryggi í mér. Ég er stundum á barmi þess að kasta upp úr stressi áður en ég kem fram en það lagast yfirleitt um leið og ég kem á sviðið því þar líður mér svo vel." Eyþór hélt til Akureyrar árið 2006, hóf nám í VMA og sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd skólans árið 2007. "Ég lullaðist í gegnum eina önn, tók þátt í keppninni og hætti svo eiginlega strax eftir hana," segir Eyþór sem að eigin sögn hefur aldrei verið mikill námsmaður, enda með bullandi athyglisbrest og mikla lesblindu. "Ég hef samt gert tvær misheppnaðar tilraunir til að læra tónlist," segir hann og rifjar upp fyrri tilraunina. "Afi minn er mikill músíkant og getur gripið í flest hljóðfæri, þrátt fyrir að hafa aldrei lært á eitt einasta. Hann var alltaf tuðandi yfir því að geta ekki lesið nótur svo ég ákvað að læra á harmonikku svo ég gæti kennt honum það. Það gekk ekki alveg sem skyldi því ég fylgdist aldrei með nótunum heldur spilaði bara eftir eyranu," segir hann hlæjandi. "Það er klárt mál að ég hef tóneyrað frá afa. Mömmu finnst reyndar voðalega gaman að syngja og pabbi getur blístrað heilu lögin eins og verið sé að spila þau á flautu, sem ég skil ekki því sjálfur get ég ekki blístrað. Ég hef samt aldrei heyrt pabba syngja en langar mikið til þess." Þrátt fyrir að vera ekkert lærður í tónlist syngur Eyþór eins og fagmaður og spilar á bæði gítar og píanó. Kunnáttuna segir hann hafa komið með reynslunni. "Ég er rosalega meðvitaður um það sem ég geri og hef áttað mig á hlutunum smám saman," segir hann.Eyþór og Soffía Ósk kynntust árið 2008 og hafa verið í sambúð í tæp þrjú ár. Þau eiga saman eina eins árs dóttur, Elvu Marín, auk þess sem Soffía á tvær dætur úr fyrra sambandi, Báru Katrínu 9 ára og Kristínu Emmu 6 ára. Þær fagna hér á sviðinu með parinu.Eyþór hefur verið í sambúð með Soffíu Ósk Guðmundsdóttur í tæp þrjú ár, en þau kynntust árið 2008. "Við hittumst fyrst kvöldið sem ég vann Bandið hans Bubba en þá óskaði hún mér bara til hamingju og var svo horfin. Fyrir tilviljun rakst ég svo á hana aftur stuttu seinna og þaðan leiddi eitt af öðru," segir hann glottandi en þau eiga nú dótturina Elvu Marín sem er rúmlega eins árs. Þar fyrir utan á Soffía, sem er sjö árum eldri en Eyþór, dæturnar Báru Katrínu og Kristínu Emmu úr fyrra sambandi og búa þær hjá þeim. Eyþór tekur föðurhlutverkið mjög alvarlega og segist oft syngja stelpurnar í svefn. "Það hentar mér augljóslega mun betur en að lesa fyrir þær," segir hann og hlær. Hann segir fjölskyldumanninn Eyþór og rokkarann Eyþór vera mjög nána. "Nú til dags snýst rokkið svo mikið um það að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Rokkarar þurfa ekki lengur að ganga um í leðurbuxum, vera uppdópaðir og líma húsgögnin sín á hvolf, það er bara liðin tíð," segir hann."Starstruck" að hitta Ladda Eyþór kom fyrst fyrir augu almennings þegar hann tók þátt í raunveruleikaþáttunum Bandinu hans Bubba árið 2008. Skemmst er að minnast þess í einum þættinum þegar Bubbi bað Eyþór Inga að gera sér þann eina greiða að taka aldrei þátt í Eurovision. Eyþór hlær við þegar þetta er rifjað upp. "Hann átti svo sjálfur lag í keppninni eftir þetta svo hann er örugglega ekkert of reiður. Hann er í það minnsta ekki enn búinn að hringja og skamma mig," segir hann hlæjandi. Eyþór var í fyrstu áhugalítill um að vera með í þáttunum en lét sannfærast af Bubba. Hann sér ekki eftir því í dag því þeir voru mikill stökkpallur. Í framhaldi af þáttunum fékk Eyþór alls kyns tilboð og segir stærstu stund ferilsins hafa komið árið 2011 þegar honum bauðst að vinna með átrúnaðargoðinu, Ladda. "Þegar ég las með Ladda inn á teiknimyndina Lorex rættist einn af þessum æskudraumum sem maður bjóst aldrei við að myndu rætast. Laddi er hetjan mín og ég hef aldrei orðið eins "starstruck" og þegar ég hitti hann. Hann er algjör sérfræðingur," segir hann. Draumurinn fullkomnaðist svo þegar þeir stóðu saman á sviði í Vesalingunum það sama ár.Eurovision aldrei á planinu "Ég horfði alltaf á Eurovision sem pjakkur og á mín uppáhaldslög eins og hver annar," segir Eyþór og nefnir þar sem dæmi norska framlagið In My Dreams sem Wig Wam keppti með 2005 og sænska sigurvegarann frá því í fyrra, Loreen. Í mestu uppáhaldi hjá honum er þó lagið My Star sem Lettarnir í BrainStorm fluttu í keppninni árið 2000. "Það var alveg brilliant. Söngvarinn leit út alveg eins og ungur Mick Jagger og var ægilega spastískur," segir hann. Eyþór segist aldrei haft neitt á móti Eurovision þrátt fyrir áhugaleysi á þátttöku hingað til. "Þetta var aldrei á planinu en ég er ofboðslega þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er strax orðið mikið ævintýri og ég efast ekki um að ég eigi eftir að búa að þessari reynslu til æviloka," segir hann. Þrátt fyrir að vera sjálfur blautur á bak við eyrun þegar kemur að keppninni er hann undir leiðsögn tveggja reyndustu Eurovision-kappa okkar Íslendinga, Örlygs Smára og Péturs Arnar. Það hlýtur að vera mikill styrkur? "Já, heldur betur. Þeir þekkja allt sem varðar keppnina, sem er frábært. Svo skemmir ekki fyrir hvað þeir eru skemmtilegir líka," segir Eyþór. Að vanda hefur mikil umræða spunnist um lagið Ég á líf eftir að það sigraði Söngvakeppnina um síðustu helgi. Eyþór hefur ekki farið varhluta af þeirri umræðu en segir þátttökuna samt sem áður hafa verið þess virði. "Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sáttir við það sem við erum að gera. Ég hafði alveg búið mig undir einhver leiðindi en það kemur manni samt alltaf á óvart hvað sumir eru fljótir að stökkva til og lyfta kyndlinum á loft út af fáránlegustu hlutum. Við einbeitum okkur að jákvæðu viðbrögðunum sem hafa verið svo langtum fleiri en þau neikvæðu. Það er fjöldi fólks sem tengir við lagið og það er það sem skiptir okkur máli," segir hann. Skila á lokaútgáfu fyrir keppnina í Malmö um miðjan mars. Eyþór segir ekki vera búið að taka neinar ákvarðanir um breytingar en hann geti þó staðfest að hárið verði ekki klippt. "Allt annað er opið," segir hann og hlær. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þessum unga og hæfileikaríka manni sem lofar því þó að hann sé hvergi nærri hættur. "Ég er langt í frá búinn að toppa í lífinu, ég er rétt að byrja." Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
"Frá því í leikskóla hef ég verið voða upptekinn að því að verða leikari eða söngvari. Sem krakki horfði ég mikið á myndir með Elvis Presley og söng lögin hans svo á leikskólanum á mjög bjagaðri ensku. Það eru til skemmtileg fjölskyldumyndbönd frá minni barnæsku þar sem ég syng til dæmis Amonsjúka, sem átti að vera All Suit Up, og reyndi að kenna foreldrum mínum að hreyfa sig eins og Elvis," segir Eyþór Ingi og hlær. Fjölskyldufaðirinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson er fæddur á Dalvík árið 1989. Hann ólst þar upp en býr nú í Kópavoginum og er í fullri dagvinnu sem pabbi. Á kvöldin klæðir hann sig svo oftar en ekki í rokkgallann og skemmtir fólki með frábærri söngröddinni. "Ég hef verið að koma fram frá því ég var smá pjakkur, þá annaðhvort með harmonikkuna eða sem Ladda-eftirherma og ég hef alltaf fengið mikinn stuðning. Afi er duglegur að rifja það upp þegar ég var með honum í hesthúsinu og karlarnir í kring komu í kaffi. Þá vippaði ég mér upp á einn heybaggann og söng fyrir þá. Mamma og pabbi leyfðu mér líka oft að skemmta þeim sem komu í heimsókn. Svo var ég algjör límheili þegar ég var yngri og þuldi til dæmis upp heilu þættina af Heilsubælinu fyrir gesti og gangandi," rifjar hann upp. Feimni hrjáði hann því ekki á sínum yngri árum en hann segir hana hafa ágerst með árunum. "Það er alltaf ákveðið óöryggi í mér. Ég er stundum á barmi þess að kasta upp úr stressi áður en ég kem fram en það lagast yfirleitt um leið og ég kem á sviðið því þar líður mér svo vel." Eyþór hélt til Akureyrar árið 2006, hóf nám í VMA og sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd skólans árið 2007. "Ég lullaðist í gegnum eina önn, tók þátt í keppninni og hætti svo eiginlega strax eftir hana," segir Eyþór sem að eigin sögn hefur aldrei verið mikill námsmaður, enda með bullandi athyglisbrest og mikla lesblindu. "Ég hef samt gert tvær misheppnaðar tilraunir til að læra tónlist," segir hann og rifjar upp fyrri tilraunina. "Afi minn er mikill músíkant og getur gripið í flest hljóðfæri, þrátt fyrir að hafa aldrei lært á eitt einasta. Hann var alltaf tuðandi yfir því að geta ekki lesið nótur svo ég ákvað að læra á harmonikku svo ég gæti kennt honum það. Það gekk ekki alveg sem skyldi því ég fylgdist aldrei með nótunum heldur spilaði bara eftir eyranu," segir hann hlæjandi. "Það er klárt mál að ég hef tóneyrað frá afa. Mömmu finnst reyndar voðalega gaman að syngja og pabbi getur blístrað heilu lögin eins og verið sé að spila þau á flautu, sem ég skil ekki því sjálfur get ég ekki blístrað. Ég hef samt aldrei heyrt pabba syngja en langar mikið til þess." Þrátt fyrir að vera ekkert lærður í tónlist syngur Eyþór eins og fagmaður og spilar á bæði gítar og píanó. Kunnáttuna segir hann hafa komið með reynslunni. "Ég er rosalega meðvitaður um það sem ég geri og hef áttað mig á hlutunum smám saman," segir hann.Eyþór og Soffía Ósk kynntust árið 2008 og hafa verið í sambúð í tæp þrjú ár. Þau eiga saman eina eins árs dóttur, Elvu Marín, auk þess sem Soffía á tvær dætur úr fyrra sambandi, Báru Katrínu 9 ára og Kristínu Emmu 6 ára. Þær fagna hér á sviðinu með parinu.Eyþór hefur verið í sambúð með Soffíu Ósk Guðmundsdóttur í tæp þrjú ár, en þau kynntust árið 2008. "Við hittumst fyrst kvöldið sem ég vann Bandið hans Bubba en þá óskaði hún mér bara til hamingju og var svo horfin. Fyrir tilviljun rakst ég svo á hana aftur stuttu seinna og þaðan leiddi eitt af öðru," segir hann glottandi en þau eiga nú dótturina Elvu Marín sem er rúmlega eins árs. Þar fyrir utan á Soffía, sem er sjö árum eldri en Eyþór, dæturnar Báru Katrínu og Kristínu Emmu úr fyrra sambandi og búa þær hjá þeim. Eyþór tekur föðurhlutverkið mjög alvarlega og segist oft syngja stelpurnar í svefn. "Það hentar mér augljóslega mun betur en að lesa fyrir þær," segir hann og hlær. Hann segir fjölskyldumanninn Eyþór og rokkarann Eyþór vera mjög nána. "Nú til dags snýst rokkið svo mikið um það að vera heiðarlegur og samkvæmur sjálfum sér. Rokkarar þurfa ekki lengur að ganga um í leðurbuxum, vera uppdópaðir og líma húsgögnin sín á hvolf, það er bara liðin tíð," segir hann."Starstruck" að hitta Ladda Eyþór kom fyrst fyrir augu almennings þegar hann tók þátt í raunveruleikaþáttunum Bandinu hans Bubba árið 2008. Skemmst er að minnast þess í einum þættinum þegar Bubbi bað Eyþór Inga að gera sér þann eina greiða að taka aldrei þátt í Eurovision. Eyþór hlær við þegar þetta er rifjað upp. "Hann átti svo sjálfur lag í keppninni eftir þetta svo hann er örugglega ekkert of reiður. Hann er í það minnsta ekki enn búinn að hringja og skamma mig," segir hann hlæjandi. Eyþór var í fyrstu áhugalítill um að vera með í þáttunum en lét sannfærast af Bubba. Hann sér ekki eftir því í dag því þeir voru mikill stökkpallur. Í framhaldi af þáttunum fékk Eyþór alls kyns tilboð og segir stærstu stund ferilsins hafa komið árið 2011 þegar honum bauðst að vinna með átrúnaðargoðinu, Ladda. "Þegar ég las með Ladda inn á teiknimyndina Lorex rættist einn af þessum æskudraumum sem maður bjóst aldrei við að myndu rætast. Laddi er hetjan mín og ég hef aldrei orðið eins "starstruck" og þegar ég hitti hann. Hann er algjör sérfræðingur," segir hann. Draumurinn fullkomnaðist svo þegar þeir stóðu saman á sviði í Vesalingunum það sama ár.Eurovision aldrei á planinu "Ég horfði alltaf á Eurovision sem pjakkur og á mín uppáhaldslög eins og hver annar," segir Eyþór og nefnir þar sem dæmi norska framlagið In My Dreams sem Wig Wam keppti með 2005 og sænska sigurvegarann frá því í fyrra, Loreen. Í mestu uppáhaldi hjá honum er þó lagið My Star sem Lettarnir í BrainStorm fluttu í keppninni árið 2000. "Það var alveg brilliant. Söngvarinn leit út alveg eins og ungur Mick Jagger og var ægilega spastískur," segir hann. Eyþór segist aldrei haft neitt á móti Eurovision þrátt fyrir áhugaleysi á þátttöku hingað til. "Þetta var aldrei á planinu en ég er ofboðslega þakklátur fyrir þetta tækifæri. Þetta er strax orðið mikið ævintýri og ég efast ekki um að ég eigi eftir að búa að þessari reynslu til æviloka," segir hann. Þrátt fyrir að vera sjálfur blautur á bak við eyrun þegar kemur að keppninni er hann undir leiðsögn tveggja reyndustu Eurovision-kappa okkar Íslendinga, Örlygs Smára og Péturs Arnar. Það hlýtur að vera mikill styrkur? "Já, heldur betur. Þeir þekkja allt sem varðar keppnina, sem er frábært. Svo skemmir ekki fyrir hvað þeir eru skemmtilegir líka," segir Eyþór. Að vanda hefur mikil umræða spunnist um lagið Ég á líf eftir að það sigraði Söngvakeppnina um síðustu helgi. Eyþór hefur ekki farið varhluta af þeirri umræðu en segir þátttökuna samt sem áður hafa verið þess virði. "Þegar öllu er á botninn hvolft erum við sáttir við það sem við erum að gera. Ég hafði alveg búið mig undir einhver leiðindi en það kemur manni samt alltaf á óvart hvað sumir eru fljótir að stökkva til og lyfta kyndlinum á loft út af fáránlegustu hlutum. Við einbeitum okkur að jákvæðu viðbrögðunum sem hafa verið svo langtum fleiri en þau neikvæðu. Það er fjöldi fólks sem tengir við lagið og það er það sem skiptir okkur máli," segir hann. Skila á lokaútgáfu fyrir keppnina í Malmö um miðjan mars. Eyþór segir ekki vera búið að taka neinar ákvarðanir um breytingar en hann geti þó staðfest að hárið verði ekki klippt. "Allt annað er opið," segir hann og hlær. Það eru því spennandi tímar fram undan hjá þessum unga og hæfileikaríka manni sem lofar því þó að hann sé hvergi nærri hættur. "Ég er langt í frá búinn að toppa í lífinu, ég er rétt að byrja."
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ríkið sýknað að mestu í BK-44 málinu Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent