Lífið

Vill ekki gera mynd byggða á ævi dóttur sinnar

Amy Winehouse lést í júlí 2011
Amy Winehouse lést í júlí 2011 AFP/NordicPhotos
Amy Winehouse lést þann 23. júlí, 2011. Æ síðan hafa sögusagnir þess efnis að kvikmynd byggð á ævi poppstjörnunnar sé í pípunum, farið á kreik.

Faðir söngkonunnar var staddur í London í vikunni á góðgerðarsamkomu þar sem hann ræddi við Digital Spy um möguleikann á því að kvikmynd yrði gerð.

„Ég vil ekki gera mynd byggða á ævi hennar, en það er heimildamynd frá sömu framleiðendum og gerðu Senna að koma út á næsta ári,“ sagði Winehouse. 

Síðla árs 2011 var orðrómur þess efnis að fyrrverandi kærasti Amy Winehouse, Reg Traviss, væri að leggja drögin að kvikmynd um líf stjörnunnar, en Mitch Winehouse, sem á réttindin af allri tónlist dóttur sinnar, sagði að hann mundi ekki láta tónlistina í myndina.

„Það væri engin kvikmynd án tónlistarinnar,“ sagði Winehouse.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.