Fyrrverandi fangavörður myndbirtir barnaníðinga Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. október 2013 22:13 Óskar Ingi Þorgrímsson segir að tekist hafi að bjarga fimm börnum undan barnaníðingum með því að nafn- og myndbirta dæmda barnaníðinga. „Það verður einhver að vernda börnin, ekki gera yfirvöld það,“ segir Óskar Ingi Þorgrímsson sem er einn stofnenda netsíðu þar sem dæmdir barnaníðingar eru nafn- og myndbirtir. Óskar hefur einnig farið fyrir annarri síðu á Facebook sem starfar í sama tilgangi. Hann segir nauðsynlegt að birta myndir af dæmdum barnaníðingum. „Við teljum okkur nú þegar vera búnir að bjarga fimm börnum frá barnaníðingum. Við fórum af stað með það markmið að bjarga einu barni. Það hefur tekist og það gerir þetta allt þess virði,“ segir Óskar Ingi. Hann hefur ásamt fleirum haldið úti síðu á Facebook þar dæmdir barnaníðingar hafa verið nafn- og myndbirtir. Óskar segir honum hafi verið hótað líkamsmeiðingum fyrir framgöngu sína á síðunni. Hann var í síðustu viku kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík vegna trúnaðarbrots. „Ég var kærður fyrir að hafa orðið til þess að barnaníðingur missti vinnuna. Ég starfaði um tíma sem fangavörður og vissi fyrir hvað þessi maður sat inni. Ég fékk svo upplýsingar um að hann starfaði sem rútubílstjóri og vissi að hann væri í kringum börn. Ég hafði samband við fyrirtækið sem hann starfaði hjá og greindi þeim frá því að hann hefði setið inni fyrir barnaníð,“ segir Óskar. Stjórnendur fyrirtækisins fóru yfir þær upplýsingar sem Óskar veitti og var maðurinn í kjölfarið leystur frá störfum. „Það getur verið að ég hafi brotið reglur en það er borgaraleg skylda mín að greina frá þegar ég hef svona upplýsingar. Ég hefði ekki getað hugsað þá hugsun til enda að vita að manninum með aðgengi að börnum án þess að gera eitthvað í því.“ Í samtali við Vísi kveðst Óskar Ingi áfram ætla að berjast gegn dæmdum barnaníðingum. Tengdar fréttir Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það verður einhver að vernda börnin, ekki gera yfirvöld það,“ segir Óskar Ingi Þorgrímsson sem er einn stofnenda netsíðu þar sem dæmdir barnaníðingar eru nafn- og myndbirtir. Óskar hefur einnig farið fyrir annarri síðu á Facebook sem starfar í sama tilgangi. Hann segir nauðsynlegt að birta myndir af dæmdum barnaníðingum. „Við teljum okkur nú þegar vera búnir að bjarga fimm börnum frá barnaníðingum. Við fórum af stað með það markmið að bjarga einu barni. Það hefur tekist og það gerir þetta allt þess virði,“ segir Óskar Ingi. Hann hefur ásamt fleirum haldið úti síðu á Facebook þar dæmdir barnaníðingar hafa verið nafn- og myndbirtir. Óskar segir honum hafi verið hótað líkamsmeiðingum fyrir framgöngu sína á síðunni. Hann var í síðustu viku kallaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík vegna trúnaðarbrots. „Ég var kærður fyrir að hafa orðið til þess að barnaníðingur missti vinnuna. Ég starfaði um tíma sem fangavörður og vissi fyrir hvað þessi maður sat inni. Ég fékk svo upplýsingar um að hann starfaði sem rútubílstjóri og vissi að hann væri í kringum börn. Ég hafði samband við fyrirtækið sem hann starfaði hjá og greindi þeim frá því að hann hefði setið inni fyrir barnaníð,“ segir Óskar. Stjórnendur fyrirtækisins fóru yfir þær upplýsingar sem Óskar veitti og var maðurinn í kjölfarið leystur frá störfum. „Það getur verið að ég hafi brotið reglur en það er borgaraleg skylda mín að greina frá þegar ég hef svona upplýsingar. Ég hefði ekki getað hugsað þá hugsun til enda að vita að manninum með aðgengi að börnum án þess að gera eitthvað í því.“ Í samtali við Vísi kveðst Óskar Ingi áfram ætla að berjast gegn dæmdum barnaníðingum.
Tengdar fréttir Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum. 17. október 2013 18:43