Innlent

Íslenskir barnaníðingar nafn- og myndbirtir á vefsíðu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Dæmdir íslenskir barnaníðingar eru bæði nafn- og myndbirtir á vefsíðu sem hýst er á Wordpress.com. Búið er að taka saman upplýsingar um 26 dæmda barnaníðinga og einnig hlekkir við dóma eða umfjöllun í fjölmiðlum.

Ekki kemur fram hver stendur að á bakvið síðuna sem ber heitið Níðingar. Fyrsta færslan á síðunni er birt í gær og er haldið áfram að nafn- og myndbirta barnaníðinga á síðunni í dag.

Tveir aðilar voru í síðustu viku yfirheyrðir af lögreglu vegna síðu sem hafði náð talsverðum vinsældum á Facebook.

Skúli Steinn Vilbergsson var einn þeirra sem stóð á bakvið síðuna á Facebook sem nafnbirti barnaníðinga. Skúli sagði í samtali við Vísi fyrir þremur árum að hann væri aðeins að taka saman myndir sem hefðu áðar verið birtar opinberglega og komið þeim fyrir á einum stað. Ekki náðist í Skúla við vinnslu þessarar fréttar.

Uppfært:

Á síðu sem kallastVið birtum nöfn og myndir af dæmdum barnaníðingumeru einnig birtar upplýsingar um barnaníðinga. Forsvarsmenn þeirrar síðu eru á bakvið þessa nýju síðu.

 


Tengdar fréttir

Nafngreinir meintan barnaníðing á Facebook

Um hádegisbilið í dag birtist á Facebook frásögn konu þar sem hún nafngreinir karlmann, segir að hann sé barnaníðingur og að hann hafi misnotað son hennar sem reyndi sjálfsvíg fyrir tveimur árum.

Nefbraut kærustuna og myndbirtir kynferðisbrotamenn

„Þetta eru allt myndir sem hafa verið birtar áður í fjölmiðlum og mennirnir hafa verið dæmdir,“ segir Skúli Steinn Vilbergsson, en hann heldur úti síðu á samskiptavefnum Facebook, þar sem hann nafn- og myndbirtir barnaníðinga og nauðgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×