Já, til hvers? Sigursteinn Másson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Iðnaðarveiðar íslenskra aðila hófust ekki fyrr en 1948 með tilkomu Hvals hf. Það er því afar hæpið að halda því fram að veiðarnar séu söguleg hefð þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar tilraunir bænda á Vestfjörðum til iðnaðarveiða upp úr aldamótunum 1900. Eitt fyrirtæki, faðir og sonur, skapar vart þjóðarhefð. Meira virði lifandi en dauður En af hverju ekki að nýta hvalina eins og önnur dýr? Skoðum það í samhengi. Um 250.000 varppör æðarfugls eru í landinu, langstærsti andastofn landsins, og því í veiðanlegu magni. Litlar sveiflur hafa verið á stofnstærð og haustveiðar kæmu sennilega ekki niður á dúntekju en þótt fuglinn sé veiddur í Skandinavíu má ekki á það það heyra minnst á Íslandi. Það er vegna þess að hann er af flestum talinn meira virði lifandi en dauður en líka vegna tilfinningasjónarmiða. Eða er það annað en tilfinningar sem aftrar Íslendingum frá því að skjóta heiðlóu, spóa og skógarþresti? Og hvað er þá rangt við það að fólk um allan heim hafi tilfinningar gagnvart stærstu spendýrum jarðar? Þar fyrir utan er hvalaskoðun arðbær atvinnugrein sem skilar Íslandi umtalsverðum tekjum á meðan stórfellt tap er á hvalveiðum. Hvalurinn er því fyrir víst mun meira virði lifandi en dauður. Nú er svo komið að engin leið virðist fyrir Kristján Loftsson að flytja langreyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem eini markaðurinn er fyrir það. Það er ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var að hluta ranglega skráð sem fiskur í síðustu sendingu til Rotterdam og Hamborgar heldur vegna þess að engin höfn, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum, hefur áhuga á að umskipa því og skipafélög vilja ekki flytja það. Hve lengi ætla menn að berja höfðinu við steininn í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til hvers hvalveiðar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Sjá meira
Sú ranghugmynd að iðnaðarveiðar á hval séu hluti arfleiðar og sögu þjóðarinnar hefur með áróðri stjórnvalda orðið að fullvissu margra þótt ekki eigi við nokkur rök að styðjast. Þegar hvalveiðar við Ísland voru bannaðar með öllu í fimmtán ár árið 1913 varð Ísland eitt fyrst ríkja heims til að taka slíka ákvörðun. Iðnaðarveiðar íslenskra aðila hófust ekki fyrr en 1948 með tilkomu Hvals hf. Það er því afar hæpið að halda því fram að veiðarnar séu söguleg hefð þrátt fyrir nokkrar misheppnaðar tilraunir bænda á Vestfjörðum til iðnaðarveiða upp úr aldamótunum 1900. Eitt fyrirtæki, faðir og sonur, skapar vart þjóðarhefð. Meira virði lifandi en dauður En af hverju ekki að nýta hvalina eins og önnur dýr? Skoðum það í samhengi. Um 250.000 varppör æðarfugls eru í landinu, langstærsti andastofn landsins, og því í veiðanlegu magni. Litlar sveiflur hafa verið á stofnstærð og haustveiðar kæmu sennilega ekki niður á dúntekju en þótt fuglinn sé veiddur í Skandinavíu má ekki á það það heyra minnst á Íslandi. Það er vegna þess að hann er af flestum talinn meira virði lifandi en dauður en líka vegna tilfinningasjónarmiða. Eða er það annað en tilfinningar sem aftrar Íslendingum frá því að skjóta heiðlóu, spóa og skógarþresti? Og hvað er þá rangt við það að fólk um allan heim hafi tilfinningar gagnvart stærstu spendýrum jarðar? Þar fyrir utan er hvalaskoðun arðbær atvinnugrein sem skilar Íslandi umtalsverðum tekjum á meðan stórfellt tap er á hvalveiðum. Hvalurinn er því fyrir víst mun meira virði lifandi en dauður. Nú er svo komið að engin leið virðist fyrir Kristján Loftsson að flytja langreyðakjötið sjóleiðina til Japan þar sem eini markaðurinn er fyrir það. Það er ekki aðeins vegna þess að hvalkjötið var að hluta ranglega skráð sem fiskur í síðustu sendingu til Rotterdam og Hamborgar heldur vegna þess að engin höfn, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum, hefur áhuga á að umskipa því og skipafélög vilja ekki flytja það. Hve lengi ætla menn að berja höfðinu við steininn í anda Bjarts í Sumarhúsum? Já, til hvers hvalveiðar?
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar