Fáðu þér pönnsu! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01 Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar