Lífið

Hús hjartaknúsara falt fyrir 8 milljarða

Stórleikarinn Richard Gere er búinn að setja glæsihýsi sitt í North Haven í New York á sölu. Ásett verð er 65 milljónir dollara, tæpir átta milljarðar króna.

Húsið, sem Richard hefur deilt með eiginkonu sinni Carey Lowell, er vissulega af dýrari týpunni. Það er búið tólf svefnherbergjum og tólf baðherbergjum. Þá fylgja því tvö gestahús, einkabryggja, tjörn og sundlaug.

Hjónakornin eru nýbúin að taka húsið í gegn og var ekkert til sparað í lúxus eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Ætli þau vilji minnka við sig?
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.