Grípandi danstónlist frá Gæludýrabúðastrákunum Sara McMahon skrifar 25. júlí 2013 12:00 Breski dúettinn Pet Shop Boys sendi frá sér nýja breiðskífu þann 12. júlí. Hún þykir einstaklega dansvæn og skemmtileg. Nordicphotos/getty Pet Shop Boys er talinn happasælasti dúett Bretlandseyja samkvæmt Heimsmetabók Guinness, enda hefur sveitin selt yfir 50 milljónir plata. Tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar, Electric, kom út þann 12. júlí síðastliðinn og hlýtur sjö í einkunn frá vefsíðunni Pitchfork. Platan er sú fyrsta sem gefin er út af hinu nýstofnaða plötuútgáfufyrirtæki X2, sem er í eigu hljómsveitarinnar sjálfrar. Neil Tennant, söngvari sveitarinnar, og Chris Lowe hljómborðsleikari kynntust árið 1981 og varð strax vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á danstónlist. Tónlistarsamstarf þeirra hófst skömmu síðar og tóku þeir upp slagarana It‘s a Sin, West End Girls og Jealousy í litlu hljóðveri í Camden Town. Sveitin sló í gegn árið 1984 og hefur verið starfrækt allar götur síðan. Hún er þekkt fyrir danstónlist sína og ber nýjasta plata sveitarinnar, Electric, kunnuglegan keim af þeim hljómi sem einkenndi sveitina á upphafsárum hennar.Lunknir í gerð popptónlistarBlaðamaður Pitchfork segir þá Tennant og Lowe sækja innblástur til tónlistarstefna á borð við dubstep á nýju plötunni. Blaðamaðurinn segir enn fremur að félagarnir séu einstaklega lunknir í að „gera popptónlist sem höfðar til samkynhneigðra karlmanna“. Lögin Love Is A Bourgeois Construct, Fluorescent, Vocal og The Last to Die (sem er upprunalega eftir Bruce Springsteen) þykja þau bestu á plötunni. Lokalag plötunnar er Vocal og fjallar lagið um tónlist og þá tilfinningu sem hún framkallar hjá þeim sem hlýðir á. Í lagatextanum segir meðal annars I like the singer/ He's lonely and strange/ Every track has a vocal/ And that makes a change. Auðvelt er að ímynda sér að Tennant eigi þar við sjálfan sig. Gagnrýnandi Consequence of Sound segir Electric innihalda pottþétt syntha-popp með þéttum takti og grípandi laglínum sem mun lokka fólk fram á dansgólfið í sumar. Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Pet Shop Boys er talinn happasælasti dúett Bretlandseyja samkvæmt Heimsmetabók Guinness, enda hefur sveitin selt yfir 50 milljónir plata. Tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar, Electric, kom út þann 12. júlí síðastliðinn og hlýtur sjö í einkunn frá vefsíðunni Pitchfork. Platan er sú fyrsta sem gefin er út af hinu nýstofnaða plötuútgáfufyrirtæki X2, sem er í eigu hljómsveitarinnar sjálfrar. Neil Tennant, söngvari sveitarinnar, og Chris Lowe hljómborðsleikari kynntust árið 1981 og varð strax vel til vina vegna sameiginlegs áhuga þeirra á danstónlist. Tónlistarsamstarf þeirra hófst skömmu síðar og tóku þeir upp slagarana It‘s a Sin, West End Girls og Jealousy í litlu hljóðveri í Camden Town. Sveitin sló í gegn árið 1984 og hefur verið starfrækt allar götur síðan. Hún er þekkt fyrir danstónlist sína og ber nýjasta plata sveitarinnar, Electric, kunnuglegan keim af þeim hljómi sem einkenndi sveitina á upphafsárum hennar.Lunknir í gerð popptónlistarBlaðamaður Pitchfork segir þá Tennant og Lowe sækja innblástur til tónlistarstefna á borð við dubstep á nýju plötunni. Blaðamaðurinn segir enn fremur að félagarnir séu einstaklega lunknir í að „gera popptónlist sem höfðar til samkynhneigðra karlmanna“. Lögin Love Is A Bourgeois Construct, Fluorescent, Vocal og The Last to Die (sem er upprunalega eftir Bruce Springsteen) þykja þau bestu á plötunni. Lokalag plötunnar er Vocal og fjallar lagið um tónlist og þá tilfinningu sem hún framkallar hjá þeim sem hlýðir á. Í lagatextanum segir meðal annars I like the singer/ He's lonely and strange/ Every track has a vocal/ And that makes a change. Auðvelt er að ímynda sér að Tennant eigi þar við sjálfan sig. Gagnrýnandi Consequence of Sound segir Electric innihalda pottþétt syntha-popp með þéttum takti og grípandi laglínum sem mun lokka fólk fram á dansgólfið í sumar.
Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira