„Eftir yndislega nótt vöknum við upp við það að vera fastir í Færeyjum. Flugvélarnar geta ekki lent sökum þoku. Þvílíkt ævintýri!" skrifar markvörðurinn David James á Twitter.
ÍBV var eitt þriggja íslenskra liða sem tryggðu sig áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Eyjamenn eiga erfitt verkefni fyrir höndum því næsti andstæðingur liðsins verður Rauða Stjarnan frá Belgrad. Liðið varð Evrópumeistari í knattspyrnu árið 1991 eftir sigur á Marseille í úrslitaleik.
