Lífið

Bubbi snýr aftur á skjáinn í haust með þáttinn Beint frá messa

Hanna Ólafsdóttir skrifar
Stuðmenn eru ein þeirra hljómsveita sem koma fram í þáttaröð Bubba Morthens.
Stuðmenn eru ein þeirra hljómsveita sem koma fram í þáttaröð Bubba Morthens.
„Þetta eru fyrst og fremst skemmtiþættir en um leið viljum við sýna að á bak við hvern einn og einasta fisk sem er veiddur er hold og blóð,“ segir Bubbi Morthens, sem vinnur nú að gerð nýrrar sjónvarpsþáttaraðar sem hefur fengið nafnið Beint frá messa.

Að sögn Bubba eru þættirnir byggðir upp á svipaðan hátt og þættirnir Beint frá býli, sem sýndir voru á Stöð 2 síðastliðinn vetur.



Beint frá messa gengur út á að taka hljómsveitir og tónlistarmenn út úr sínu eðlilega umhverfi, en flutningurinn fer fram í messa, sem er annað orð yfir borðsal í togara. „Við vorum á Reyðarfirði í gær, þar sem Stuðmenn spiluðu fyrir fjölskyldu og áhöfn á einum af okkar stóru togurum, Aðalsteini Jónssyni. Þetta var alveg æðislegt,“ segir Bubbi og bætir við að mikil þörf sé á að sýna þjóðinni aðra hlið á sjómennskunni en komi iðulega fram í fjölmiðlum.

„Það eina sem við heyrum er áróður um að kvótagreifar séu glæpamenn og moki milljörðum í vasann en á endanum snýst þetta allt um fólkið í landinu.“

Þættirnir, sem verða um fimm talsins, verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.