Lífið

Selja af sér flíkur og fylgihluti í Kolaportinu um helgina

Marín Manda skrifar
Flottar vinkonur. Manuela Ósk og Sara Lind.
Flottar vinkonur. Manuela Ósk og Sara Lind. fréttablaðið/Arnþór
„Ég ákvað að létta aðeins á fataskápnum fyrir veturinn en föt eru svo mikið áhugamál hjá mér og skáparnir fyllast því á engum tíma.

Svo er bara skemmtileg stemning í miðbænum á sumrin og því frábært að gera þetta núna,“ segir Manuela Ósk, en hún mun selja mikið af vönduðum merkjavörum, fylgihlutum og skóm í Kolaportinu um helgina ásamt vinkonu sinni Söru Lind Pálsdóttur.

Manuela segist selja föt úr fataskápnum sínum einu sinni á ári og hvetur fólk til að mæta í Kolaportið á laugardag eða sunnudag, þar sem vinkonurnar eru með bás 3G.

Merkin sem hægt er að versla eru meðal annars Sonia Rykiel, Dolce & Gabbana og fleiri.

Sara Lind Pálsdóttir er eigandi verslunarinnar Júnik í Smáralind og mun einnig vera með mikið úrval af fallegum flíkum sem margar hverjar hafa áður verið seldar í versluninni.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.