Hljómar og John Grant á svið Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 09:15 Tónlistarmaðurinn John Grant kemur fram á afmælisfundi SÁÁ. fréttablaðið/valli Hljómar og John Grant eru á meðal þeirra sem koma fram á afmælisfundi SÁÁ í Háskólabíói í kvöld. Á meðal annarra sem koma fram eru Lockerbie, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og Karlakórinn Fóstbræður. Sérstakur gestur verður Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Þarna erum við að stilla saman strengina og brýna okkur öll í baráttunni sem er fram undan,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason, starfsmaður SÁÁ. Fjársöfnunin Áfram Vogur er nýhafin þar sem óskað er eftir aðstoð frá fyrirtækjum og einstaklingum. Einstaklingar geta hringt í síma 903-2001, 903-1003 og 903-1005 og borgað eitt til fimm þúsund krónur. „Okkur finnst við standa á tímamótum því Þórarinn Tyrfingsson [yfirlæknir á Vogi] segist aldrei hafa séð svartara ástand. Við erum að byggja upp aðstöðu fyrir veikasta fólkið og eins og staðan er núna þurfum við aðstoð til að geta þetta. Annars er nánast óumflýjanlegt að skerða þjónustuna,“ segir Rúnar Freyr. „Þess vegna viljum við hittast og fylla Háskólabíó.“ Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 20. Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómar og John Grant eru á meðal þeirra sem koma fram á afmælisfundi SÁÁ í Háskólabíói í kvöld. Á meðal annarra sem koma fram eru Lockerbie, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar og Karlakórinn Fóstbræður. Sérstakur gestur verður Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. „Þarna erum við að stilla saman strengina og brýna okkur öll í baráttunni sem er fram undan,“ segir leikarinn Rúnar Freyr Gíslason, starfsmaður SÁÁ. Fjársöfnunin Áfram Vogur er nýhafin þar sem óskað er eftir aðstoð frá fyrirtækjum og einstaklingum. Einstaklingar geta hringt í síma 903-2001, 903-1003 og 903-1005 og borgað eitt til fimm þúsund krónur. „Okkur finnst við standa á tímamótum því Þórarinn Tyrfingsson [yfirlæknir á Vogi] segist aldrei hafa séð svartara ástand. Við erum að byggja upp aðstöðu fyrir veikasta fólkið og eins og staðan er núna þurfum við aðstoð til að geta þetta. Annars er nánast óumflýjanlegt að skerða þjónustuna,“ segir Rúnar Freyr. „Þess vegna viljum við hittast og fylla Háskólabíó.“ Tónleikarnir eru ókeypis og hefjast klukkan 20.
Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira