Lífið

Crosby, Egill, Nash & Kári

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Feðgarnir Kári og Egill ásamt tónlistarmanninum David Crosby.
Feðgarnir Kári og Egill ásamt tónlistarmanninum David Crosby. Mynd/Sigurveig Káradóttir
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skellti sér í gær á tónleika með Crosby, Stills & Nash í Royal Albert Hall í London. Egill fór ásamt fjölskyldu sinni og segir að tónleikarnir hafi verið frábærir.

Egill hitti tvo meðlimi sveitarinnar að loknum tónleikum eða þá David Crosby og Graham Nash. Hann segir að lengi hafi staðið til að hitta Crosby.

„Við eigum sameiginlega vini og það hefur lengi staðið til að hitta Crosby. Ég dái þennan mann og hann hefur alltaf verið mjög flottur karakter,“ segir Egill.

„Hann hefur elst mjög vel og er ennþá mjög harður þegar hann talar um pólitík. Þeir fara ekkert í grafgötur með skoðanir sínar á milli laga. Svo telja þeir bara í og flytja þessu fallegu lög. Þeir eru enn frábærir söngvarar eftir öll þessi ár.“

Fullt hús var í Albert Hall í gær. Sonur Egils, Kári, fór einnig á tónleikana. „Hann var líklega langyngsti tónleikagesturinn í gær,“ segir Egill í léttum tón. Kári spilar á píanó en hefur meira gaman af klassískri tónlist.

„Kári skemmti sér á tónleikunum og hefur dálæti af mörgum tónlistarstefnum,“ segir Egill. „Við erum dugleg að sækja tónleika og það má segja að hann sé búinn að fá nokkuð gott tónlistarlegt uppeldi. Kári er meðal annars búinn að fara á tónleika með Paul McCartney og Paul Simon. Í kvöld förum við á klassíska tónleika og það er hans sérdeild.“

Kári Egilsson ásamt Graham Nash.Mynd/Sigurveig Káradóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.