Umræðan um ESB tekið talsverðum breytingum Helga Árnadóttir skrifar 19. maí 2013 19:22 Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Veiking krónunnar og efnhagshrunið gerðu það að verkum að umræða um aðild Íslands að Evrópusambandinu varð jákvæðari en áður hafði verið. Breytt samfélagsmynd og bágar efnahagslegar aðstæður léku þar stórt hlutverk en ekki sjálfsprottinn áhugi Íslendinga á sambandinu að því er fram kemur í lokaritgerð MA nema í alþjóðasamsiptum. Þórunn Elva Bjarkadóttir er nú að ljúka MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í lokaritgerð sinni gerði hún rannsókn á hvernig umræða um Evrópusambandið og evruna þróaðist árin 2007 til 2009 í fréttum og ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. „2007 er góðærisárið, og svo erum við með hrunárið 2008 og svo 2009 og þá voru alþingiskosningar. Á þessu tímabili erum við með tvennar alþingiskosningar og eitt hrun þannig að ég er að skoða hvernig þess umræða þróast á þessum ólíku tímabilum. Árið 2007 einkenndist umfjöllunin fyrst og fremst af því að þá var verið að fjalla um einhliða upptöku evru og það var mjög fjarlægt að fjalla um aðild að Evrópusambandinu á tilteknu tímabili," segir Þórunn. Umfjöllunin hafi verið mjög takmörkuð en í raun afleiðing lausafjárkreppunnar 2006. Fyrri hluta 2008 jókst umræðan um Evrópusambandið og var hún frekar jákvæð í Fréttablaðinu en neikvæð í Morgunblaðinu. Við efnahagshrunið í október sama ár jókst umræðan um aðild að Evrópusambandinu enn frekar og varð mun jákvæðari í Morgunblaðinu líka. „Þá fara menn að nefna það að aðild gæti mögulega falið í sér efnahagslegt skjól, vegna þeirra efnahagslegu vandræða sem voru í gangi í samfélaginu. Þannig að það má eiginlega sjá það að breytt samfélagsmynd hefur áhrif á hvernig umræðan þróast." Þrátt fyrir það hafi hins vegar mikið verið rætt samhliða að Ísland mætti ekki gefa upp sjálfstæði sitt. Árið 2009 var svo enn meira rætt um Evrópusambandið sem efnahagslegt skjól fyrir Ísland. „Það má merkja það í báðum blöðunum að það er sérstaklega verið að kalla eftir því að stjórnvöld taki málið á dagskrá." Í kjölfar þess hafi ESB aðild orðið að kosningamáli 2009. Það megi því segja að það hafi ekki verið sjálfsprottin löngun hjá Íslendingum að ganga í Evrópusambandið heldur nær eingöngu út af bágum efnahagslegum aðstæðum. „Í tengslum við veikingu krónunnar var verið að tala um evruna sem efnahaglega lausn og í tengslum við hrunið var verið að tala um Evrópusambandið til að bjarga okkur frá efnahagslegum aðstæðum," segir Þórunn. Nú hins vegar sé umræðan komin í einskonar hring að mati Þórunnar. Hefðbundin orðræða um ESB sé hafin að nýju eins og hún var árin fyrir hrun. Umræðan núna snúist að miklu leyti um sjávarútveginn, fullveldið og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar sem helstu ástæður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira