Hemmi gerði heiminn svo miklu betri Ellý Ármanns skrifar 6. júní 2013 20:30 Við höldum áfram að rifja upp góðar stundir með fólki sem þekkti Hermann Gunnarsson sem féll frá í fyrradag. Útvarpskonan fyrrverandi Sigga Lund, sem rekur vefsetur í dag Siggalund.is, var svo heppin að fá að sitja á móti Hemma þegar hún starfaði hjá Bylgjunni. Þá var hún einnig með Hemma í nokkrum útsendingum. Sigga rifjaði upp með okkur þegar hún fékk að njóta nærveru Hemma.Perluvinir „Ég sat á móti Hemma á gólfinu og urðum við perluvinir. Ég fékk hann oft til að hjálpa mér við hin ýmsu verkefni sem ég var að vinna að í útvarpinu og ég fékk oft góð ráð frá þessum mikla reynslubolta, enda bar ég mikla virðingu fyrir honum. Við hlógum oft mikið og göntuðumst þarna við skrifborðið og ræddum allt milli himins og jarðar á milli þess sem vinnunni var sinnt," segir Sigga. „Ástarmálin voru til dæmis rædd í þaula, sælla minninga, og hann hafði sterkar skoðanir. Ég hugsaði með mér, hún verður heppin konan sem hreppir þennan töffara að lokum." Ilmaði vel „Það fór aldrei á milli mála þegar Hemmi mætti í vinnuna og það var ekki bara vegna þess að hann kom inn hlæjandi og bauð öllum góðan dag, heldur líka vegna þess að hann ilmaði svo vel. Maður fann það stundum inn í stúdíó að hann var mættur."Hann var alvöru „Maður getur ekki annað en fyllst hlýju þegar maður hugsar um Hemma. Hann var bara alvöru. Og þrátt fyrir allt grínið og hláturinn var líka alvarlegur undirtónn og hann lét sig hlutina varða. Það klikkaði ekki þegar ég átti slæman dag - þá tók hann eftir því, sagði einhver vel valin orð og gaf mér knús. Mér mun alltaf þykja undur vænt um þennan öðling og hugsa til hans með virðingu. Ég er bara ein af svo mörgum sem hann snerti á lífsleiðinni og það er það sem hann gerði. Hann snerti fólk á sinn einstaka hátt og gerði heiminn og fjölmiðlaheiminn svo miklu betri," segir Sigga.Minntust Hemma með þakklæti og virðingu. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Við höldum áfram að rifja upp góðar stundir með fólki sem þekkti Hermann Gunnarsson sem féll frá í fyrradag. Útvarpskonan fyrrverandi Sigga Lund, sem rekur vefsetur í dag Siggalund.is, var svo heppin að fá að sitja á móti Hemma þegar hún starfaði hjá Bylgjunni. Þá var hún einnig með Hemma í nokkrum útsendingum. Sigga rifjaði upp með okkur þegar hún fékk að njóta nærveru Hemma.Perluvinir „Ég sat á móti Hemma á gólfinu og urðum við perluvinir. Ég fékk hann oft til að hjálpa mér við hin ýmsu verkefni sem ég var að vinna að í útvarpinu og ég fékk oft góð ráð frá þessum mikla reynslubolta, enda bar ég mikla virðingu fyrir honum. Við hlógum oft mikið og göntuðumst þarna við skrifborðið og ræddum allt milli himins og jarðar á milli þess sem vinnunni var sinnt," segir Sigga. „Ástarmálin voru til dæmis rædd í þaula, sælla minninga, og hann hafði sterkar skoðanir. Ég hugsaði með mér, hún verður heppin konan sem hreppir þennan töffara að lokum." Ilmaði vel „Það fór aldrei á milli mála þegar Hemmi mætti í vinnuna og það var ekki bara vegna þess að hann kom inn hlæjandi og bauð öllum góðan dag, heldur líka vegna þess að hann ilmaði svo vel. Maður fann það stundum inn í stúdíó að hann var mættur."Hann var alvöru „Maður getur ekki annað en fyllst hlýju þegar maður hugsar um Hemma. Hann var bara alvöru. Og þrátt fyrir allt grínið og hláturinn var líka alvarlegur undirtónn og hann lét sig hlutina varða. Það klikkaði ekki þegar ég átti slæman dag - þá tók hann eftir því, sagði einhver vel valin orð og gaf mér knús. Mér mun alltaf þykja undur vænt um þennan öðling og hugsa til hans með virðingu. Ég er bara ein af svo mörgum sem hann snerti á lífsleiðinni og það er það sem hann gerði. Hann snerti fólk á sinn einstaka hátt og gerði heiminn og fjölmiðlaheiminn svo miklu betri," segir Sigga.Minntust Hemma með þakklæti og virðingu.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“