Rangur, áfram, ekkert stopp Úrsúla Jünemann skrifar 6. júní 2013 08:49 Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en kom að hruninu var Framsóknarflokkurinn með slagorð á plakötunum sínum í kosningabaráttunni þar sem stóð: „Árangur áfram, ekkert stopp“. Einhver grínisti tók sig til og fjarlægði einn staf, þannig að eftir stóð: „Rangur áfram, ekkert stopp“. Nú skulum við skoða svona eftir á hvort slagorðið hafði rétt fyrir sér, það upprunalega eða það breytta. Kárahnjúkavirkjunin hafði ekki góð áhrif á þjóðarbúið. Íslendingar munu lengi sleikja sárin eftir þetta ævintýri. Stórskuldug upp fyrir haus, þensluáhrifin gríðarleg, ofurbjartsýni ríkti hjá mönnum sem endaði eins og við vitum með skelfingu og hruni. Nú kemur í ljós að þessi stórvirkjun fullnægir ekki einu sinni þörfum Alcoa á Reyðarfirði eins og stendur. Menn hafa ekki reiknað með sveiflum í veðurfari. Það kemur þeim sem reikna með hagstæðustu útkomu alltaf jafn mikið á óvart. Bjartsýni getur verið góð en fífldirfska er slæm.Gríðarleg hliðaráhrif Öll hliðaráhrifin vegna svona stórrar vatnsaflsvirkjunar eru gríðarleg, og vísindamenn – þó ekki endilega þeir sem voru keyptir af Landsvirkjun – vöruðu til dæmis við eftirfarandi atriðum: a. Þar sem uppistöðulón vatnsvirkjana eru með mjög sveiflukennda vatnsstöðu er mikil hætta á að fíngert set þorni og fjúki með vindinum. Þannig myndast mistur í lofti sem veldur mönnum og dýrum óþægindum. Grófari efnin berast á náliggjandi gróður og valda skemmdum. b. Mikil næringarefni berast undir venjulegum kringumstæðum með jökulám til sjávar. Þetta skapar þau skilyrði að hér í kringum landið eru gjöful fiskimið. Þegar jökulár eru virkjaðar er þetta ekki lengur til staðar þar sem allt setið safnast fyrir í lónunum. c. Lífstíð vatnsaflsvirkjana í jökulám er takmörkuð þar sem lónin fyllast af seti. Eftir mun verða stórt og dautt svæði sem mun valda komandi kynslóðum vandamálum í sambandi við fok á fínu efni sem bæði drepur gróður og valda heilsufarsvandamálum. Við tölum nú ekki um að við viljum áfram selja okkur sem „hreint og fagurt land“ til ferðamanna. d. Jafnvægi á því að árnar beri fram efni í sjó og sjórinn tekur efni aftur raskast. Með því að framburðarefni verður eftir í uppistöðulónunum mun landbrot aukast. e. Fiskur sem gengur upp árnar mun ekki fá þau skilyrði sem hafa verið. Ekki eru jarðvarmavirkjarnir jafn sjálfbærar og menn vilja fullyrða. Lífstíð þeirra er alls ekki ljós og ef gufuaflið verður þurrausið á ákveðnum svæðum dugar orkan alls ekki endalaust eins og menn vilja halda. Óleyst er enn þá hvar affallsvatninu skal koma fyrir og brennisteinsmengun er einnig vandamál sem menn eru að glíma við nema fyrirtækin vilji fjárfesta í dýrum hreinsibúnaði sem þau eru ekki til í. Rangur, áfram, ekkert stopp!Tímasprengja Hvað kostar hvert starf í álveri? Fyrir hvert þeirra starfa væri hægt að búa til vinnu í „einhverju öðru“, litlum og framsæknum fyrirtækjum sem munu skila til okkar margfalt fleiri og arðvænni störfum til langs tíma litið. Einungis 1% vinnuafls vinnur í stóriðju hér á landi. Þessi þúsund störf sem eiga að verða til við að reisa álver í Helguvík munu einungis verða á þeim tíma sem framkvæmdirnar standa yfir. Þá er ekki einu sinni reiknað með að fjöldi manna muni vera innflutt vinnuafl sem vinnur á skítalaunum – eins og var á Kárahnjúkum. Eftir að framkvæmdum lýkur mun stærsti partur þessara 1.000 manna verða aftur atvinnulaus. Ráðamenn í Reykjanesbæ varpa bara tímasprengju á undan sér. Með fyrstu verkum nýju ríkisstjórnarinnar var að setja umhverfisráðuneytið í skúffu undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Það er afleitt að einn ráðherra sinni svo ólíkum málum. Og menn ætla að „endurskoða“ rammaáætlunina, setja fleiri svæði í nytjaflokk og halda þessu vonlausa stóriðjubrölti áfram. Þetta er ekkert nema rányrkja. Álframleiðsla i heiminum fer minnkandi og álverð er í lágmarki. Ætla menn virkilega að vera svo vitlausir að setja áfram öll eggin í sömu körfuna? Og það í gömlu og botnlausu körfuna. Rangur, áfram, ekkert stopp!
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun