Lífið

CCP gefur út Odyssey

CCP hefur gefið út nýja viðbót við tölvuleikinn Eve online.
CCP hefur gefið út nýja viðbót við tölvuleikinn Eve online.

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur gefið út nýja viðbót við tölvuleik sinn EVE Online. Útgáfan ber heitið Odyssey og inniheldur fjölmargar nýjungar fyrir spilara leiksins sem tengjast þema hennar um ævintýri, ferðalög og könnunarleiðangra í hinum gríðarstóra EVE alheimi. Þessi heimur samanstendur af yfir 67.000 plánetum, rúmlega 340.000 tunglum og 7.929 sólkerfum.

Odyssey er nítjánda EVE Online viðbótin sem CCP gefur út í tíu ára sögu leiksins. Allt frá útgáfu EVE Online árið 2003 hefur heimur leiksins vaxið og spilurum hans verið kynntar ýmsar nýjungar gegnum umræddar viðbótarútgáfur sem komið hafa út á hverju ári. Mikið af nýjungum sem koma fram í viðbótarútgáfunum eru þróaðar í samvinnu við spilara leiksins og lýðræðislega kjörið ráð þeirra, Council of Stellar Management (CSM). Fjöldi áskrifenda EVE Online hefur aukist ár frá ári allt frá útgáfu leiksins, og þeir eru í dag yfir 500.000. Útgáfan er kynnt með markaðsherferð í Evrópu, Norður-Ameríku og Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.