Lífið

Brjálað stuð í Eyjum

Kristján Hjálmarsson skrifar
Talið er að um 15 þúsund manns hafi verið samankomin í Herjólfsdal í gærkvöldi.
Talið er að um 15 þúsund manns hafi verið samankomin í Herjólfsdal í gærkvöldi.
Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Talið er að um 15 þúsund manns hafi verið samankomnir og tekið þátt í brekkusöngnum sem Ingó Veðurguð stýrði með miklum sóma.

Stemningin í Dalnum var frábær.
Auk Ingós stigu Bjartmar, Eyþór Ingi, Bubbi og Páll Óskar á svið og eins og sjá má á meðfyglgjandi myndum sem Óskar P. Friðriksson tók var stemningin frábær.

Árni Johnsen steig óvænt á svið.
Ingó veðurguð stýrði brekkusöngnum í fyrsta sinn og tókst vel til. Árni Johnsen, sem stýrt hefur brekkusöngnum um áratugaskeið, var þó ekki langt undan. Hann steig óvænt á svið eftir að Ingó hafði lokið sér af og flutti þjóðsönginn, vel studdur af Þjóðhátíðargestum.

Samkvæmt lögreglunni í Vestmannaeyjum var töluverður erill þar í nótt og voru fangageymslur fullar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.