"Merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög" Kristján Hjálmarsson skrifar 5. ágúst 2013 12:15 Árni Johnsen steig óvænt á svið á Þjóðhátíð í gær. Mynd/Óskar P. Friðriksson Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira