Ólafur ræðst á spegilinn Jón Trausti Reynisson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt.
Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar