Ólafur ræðst á spegilinn Jón Trausti Reynisson skrifar 8. janúar 2013 06:00 Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00 Mest lesið Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Almannatengillinn Ólafur Hauksson birti á föstudag grein í Fréttablaðinu, þar sem hann notaði ljótustu áróðursbrögðin í bókinni til að koma höggi á DV og starfsmenn DV. Fyrstu tvö áróðursbrögð Ólafs birtust í fyrirsögninni: "Er óhróður DV falur?" Þar gefur hann sér þá forsendu fyrir fram, að óhróður sé í DV, án þess að rökstyðja það. Í öðru lagi reisir hann alvarlega ásökun í spurningarformi. Þessi aðferð er notuð af slóttugustu almannatenglunum í skítugustu áróðursstríðunum, en hefur ekki oft tíðkast hérlendis. Með því að setja spurningarmerki aftan við alvarlega ásökun þarf almannatengillinn ekki að sýna fram á að hún sé rétt og getur leyft sér að klína hverju sem er á þann sem hann hyggst draga niður í svaðið.Brjáluð samsæriskenning Grein Ólafs virðist hafa verið ætluð sem gagnrýni á DV fyrir að fjalla of mikið um aðila sem tengjast efnahagshruninu og vafasömum viðskiptagjörningum. Hann vísar óljóst til aðila sem eiga undir högg að sækja af hálfu fjármálastofnana og færir síðan fram þá brjáluðu samsæriskenningu – í spurnarformi – að umfjöllun DV stýrist af hagsmunum erlendra hrægammasjóða og bankanna. DV hefur fjallað um mörg vafasöm viðskipti eftir hrun. Samkvæmt nýlegri háskólarannsókn á umfjöllun dagblaða um fjármálastofnanir eftir hrun hefur DV staðið sig best; haft fleiri heimildir á bak við hverja frétt og ekki birt innsendar fréttir í formi fréttatilkynninga, líkt og tíðkast í öðrum blöðum. Það er vitað að sumir aðilar eru á móti því að sagt sé frá, en að mati okkar á DV hefur almenningur rétt á þessum upplýsingum. Óhróður er skilgreindur sem "ósönn illmæli" eða álygar. Ólafur sýnir ekki fram á nein dæmi þess að DV hafi farið með ósannindi, og hvað þá gegn greiðslu.Hagræða skoðunum Sá munur er á starfslýsingu blaðamanna og starfslýsingu almannatengla að blaðamenn eiga að segja hlutlaust frá því sem þeir komast á snoðir um, en almannatenglar eiga að reyna að hagræða skoðunum almennings í hag þess sem þeir vinna fyrir. Ólafur spyr hvort "óhróður" DV sé falur, af því að hann getur ekki fullyrt það, vegna þess að hann hefur ekki minnsta rökstuðning fyrir því. Hins vegar er auðvelt að svara honum með sönnum staðhæfingum: Ólafur stundar óhróður og þáttur hans í opinberri umræðu er til sölu. Flest það sem hann ræðst gegn birtist raunverulega í honum sjálfum. Vonandi sýnir fólk betri smekk en svo að kaupa slíka þjónustu, á sama tíma og heiðarleg gagnrýni kostar ekki neitt.
Er óhróður DV falur? DV hefur lengi stundað það að leggja tiltekna einstaklinga í einelti mánuðum og jafnvel árum saman. Blaðið veltir sér upp úr meinfýsnu slúðri og skætingi um þessa eintaklinga, í bland við ítarlegar upplýsingar sem fjölmiðillinn hefur um fjármál viðkomandi eða sakir sem á þá eru bornar. Þetta er endurtekið í sífellu, svona eins og þegar hrotti sparkar í liggjandi mann. 4. janúar 2013 08:00
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar