Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Stígur Helgason skrifar 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Páll Heimisson notaði kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs meðal annars í dýrum fataverslunum og skartgripabúðum og á veitingastöðum um heim allan. Stærstur hluti fjárins sem honum er gefið að sök að hafa svikið út var þó tekinn út í bönkum og hraðbönkum, alls tólf af nítján milljónum. Þetta má sjá í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Páli, sem var gefin út 18. desember. Hún verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar næstkomandi. Af ákæruskjalinu má ráða að Páll hafi notað kortið í sextán löndum á tímabilinu frá janúar 2009 til mars 2011. Hann ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína. Ekki er annað að sjá en að hann hafi að mestu haldið sér uppi með kreditkorti íhaldshópsins á þessum ferðalögum, ef marka má ákæruna. Þá eyddi hann um 2,2 milljónum króna í viðskiptum við flugfélög á þessu 26 mánaða tímabili. Af 321 færslu eru 29 vegna viðskipta við flugfélög. Í ákærunni segir að árið 2009 hafi Páll notað kortið í heimildarleysi fyrir rúmar 9,5 milljónir króna og tæpar 9,7 milljónir árið 2010. Árið 2011 virðist hann hafa hægt á sér, því að þá er notkunin ekki nema tæpar 223 þúsund krónur á þriggja mánaða tímabili. Það ár er til dæmis ekki um neinar óheimilar úttektir á reiðufé að ræða, samkvæmt ákærunni. Páll Heimisson er þrítugur, fæddur árið 1982. Hann hafði verið virkur í ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins og var alþjóðafulltrúi flokksins þegar hann tók við sem ritari íhaldshópsins. Hann er nú skráður með lögheimili í Rúmeníu. Páll er ákærður fyrir umboðssvik, en við slíku broti liggur allt að tveggja ára fangelsi nema ef sakir eru metnar sérstaklega miklar. Þá er refsiramminn sex ár. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira