Sprengjur, ljós og læti hjá Dimmu í Hörpu Freyr Bjarnason skrifar 16. janúar 2013 07:00 Þungarokkararnir halda útgáfutónleika í Hörpu á fimmtudaginn. „Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum. Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þarna verður topphljóðkerfi og sprengju- og ljósasýning. Það er búið að fá sprengjuleyfi, það er komið í gegn," segir Ingó Geirdal úr Dimmu. Þungarokkssveitin heldur útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu á fimmtudag til að kynna þriðju plötu sína, Myrkraverk, sem er sú fyrsta frá sveitinni sem er alfarið sungin á íslensku. Tvö lög af henni hafa ratað inn á topp 20 á Rás 2, Sólmyrkvi og Þungur kross. Á tónleikunum verður Myrkraverk leikin í heild sinni ásamt völdum lögum af fyrri plötunum. Tónleikarnir verða mynd- og hljóðritaðir með sjónvarpsþátt og/eða útgáfu á mynddiski í huga. Dimma verður fyrsta þungarokkssveitin til að halda eigin tónleika í Hörpu. Ekkert aldurstakmark er á tónleikana og verða eingöngu seldir miðar í sæti. Tvennir útgáfutónleikar til viðbótar eru fyrirhugaðir; fyrst á Mælifelli á Sauðárkróki 18. janúar og síðan á Græna hattinum á Akureyri kvöldið eftir ásamt Sólstöfum.
Tónlist Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira