Innlent

Harpa kostaði 17,5 milljarða

Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar
Kostnaður við byggingu Hörpu varð meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Fréttablaðið/GVA
Kostnaður við byggingu Hörpu varð meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fréttablaðið/GVA
Heildarkostnaður við byggingu tónlistarhússins Hörpu er talinn vera 17,5 milljarðar króna. Þá hafa stjórnarmenn í félögum sem tengjast tónlist Hörpu fengið ríflega fjörutíu milljónir í sinn hlut frá því í maí 2011.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Jóns Gnarr borgarstjóra við fyrirspurn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem lögð var fram í borgarstjórn. Í svarinu segir að við yfirtöku ríkis og borgar á verkefninu hafi heildarkostnaður við byggingu hússins verið áætlaður um 16,7 milljarðar miðað við núverandi verðlag. Raunin hafi hins vegar orðið 17,5 milljarðar.

Þá er fjallað um greiðslur til stjórnarmanna þeirra félaga sem tengjast Hörpu. Sextán stjórnarmenn hafa fengið ríflega fjörutíu milljónir í sinn hlut á einu og hálfu ári. Þar af hafa tveir, Pétur J. Eiríksson og Þórunn Sigurðardóttir, fengið meira en tíu milljónir hvort um sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×