Kort af Íslandi fyrir alla Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. janúar 2013 06:00 Á hverjum degi neytum við sjálfsagt mun meiri landupplýsinga en nokkurt okkar órar fyrir. Veðurkort eftir kvöldfréttirnar, leiðsögukerfi í bílum og gervihnattatengdir farsímar. Allt eru þetta sívaxandi þættir í nútímalífi sem byggja á landupplýsingum. Sömu grunnupplýsingarnar skipta öllu máli þegar mannvirki eru reist eða samsetning þjóðarinnar greind. Fjölmargar stéttir eru með öllu háðar því í störfum sínum að hafa landupplýsingar aðgengilegar. Stafræn kort gegna sífellt auknu hlutverki, hvort sem það er vegna rafrænnar stjórnsýslu, skipulagsmála, náttúruverndar, rannsókna, orkumála, almannavarna eða upplýsinga um náttúruna og umhverfismál. Þá eru slíkar upplýsingar undirstaða ferðalaga og útivistar almennings þar sem kort eru notuð í leiðsögutækjum og farsímum til upplýsingamiðlunar. Örnefni eru einnig mikilvæg sem lyklar að sögu, menningu og búskaparháttum þjóðarinnar. Landmælingar Íslands hafa um langt skeið haft með höndum skipulega söfnun þessara gagna og því að byggja upp stafræna kortagrunna og aðgang að gögnum á vefnum. Hingað til hefur þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að opinberum landupplýsingum á stafrænu formi, en færst hefur í aukana að slík gögn hafi verið gerð aðgengileg án gjaldtöku í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki að ástæðulausu – í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinber kortagögn og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en í þeim löndum þar sem gögnin eru seld. Í ljósi þessa hef ég ákveðið, að tillögu Landmælinga Íslands, að stafræn gögn stofnunarinnar verði gerð gjaldfrjáls og aðgengileg öllum sem á þurfa að halda. Um er að ræða gögn sem unnin hafa verið fyrir almannafé. Með þessari breytingu er almenningi tryggður gjaldfrjáls og greiður aðgangur að þeim. Þetta mun styðja aukna notkun þeirra og ekki síst stuðla að nýsköpun í einkageiranum og í opinberri þjónustu. Landmælingar Íslands hafa þegar gert kortagögn og loftmyndir aðgengileg til niðurhals á vef sínum, www.lmi.is, án gjaldtöku. Aðgengi að stafrænum gögnum Landmælinga er mikilvæg varða í átt til opnara og gagnsærra samfélags. Þetta er í anda þeirra áherslna að svo ríkir hagsmunir eigi að vera í þágu almennings en ekki vara á markaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi neytum við sjálfsagt mun meiri landupplýsinga en nokkurt okkar órar fyrir. Veðurkort eftir kvöldfréttirnar, leiðsögukerfi í bílum og gervihnattatengdir farsímar. Allt eru þetta sívaxandi þættir í nútímalífi sem byggja á landupplýsingum. Sömu grunnupplýsingarnar skipta öllu máli þegar mannvirki eru reist eða samsetning þjóðarinnar greind. Fjölmargar stéttir eru með öllu háðar því í störfum sínum að hafa landupplýsingar aðgengilegar. Stafræn kort gegna sífellt auknu hlutverki, hvort sem það er vegna rafrænnar stjórnsýslu, skipulagsmála, náttúruverndar, rannsókna, orkumála, almannavarna eða upplýsinga um náttúruna og umhverfismál. Þá eru slíkar upplýsingar undirstaða ferðalaga og útivistar almennings þar sem kort eru notuð í leiðsögutækjum og farsímum til upplýsingamiðlunar. Örnefni eru einnig mikilvæg sem lyklar að sögu, menningu og búskaparháttum þjóðarinnar. Landmælingar Íslands hafa um langt skeið haft með höndum skipulega söfnun þessara gagna og því að byggja upp stafræna kortagrunna og aðgang að gögnum á vefnum. Hingað til hefur þurft að greiða sérstaklega fyrir aðgang að opinberum landupplýsingum á stafrænu formi, en færst hefur í aukana að slík gögn hafi verið gerð aðgengileg án gjaldtöku í nágrannalöndum okkar. Þetta er ekki að ástæðulausu – í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinber kortagögn og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en í þeim löndum þar sem gögnin eru seld. Í ljósi þessa hef ég ákveðið, að tillögu Landmælinga Íslands, að stafræn gögn stofnunarinnar verði gerð gjaldfrjáls og aðgengileg öllum sem á þurfa að halda. Um er að ræða gögn sem unnin hafa verið fyrir almannafé. Með þessari breytingu er almenningi tryggður gjaldfrjáls og greiður aðgangur að þeim. Þetta mun styðja aukna notkun þeirra og ekki síst stuðla að nýsköpun í einkageiranum og í opinberri þjónustu. Landmælingar Íslands hafa þegar gert kortagögn og loftmyndir aðgengileg til niðurhals á vef sínum, www.lmi.is, án gjaldtöku. Aðgengi að stafrænum gögnum Landmælinga er mikilvæg varða í átt til opnara og gagnsærra samfélags. Þetta er í anda þeirra áherslna að svo ríkir hagsmunir eigi að vera í þágu almennings en ekki vara á markaði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun