Haneke á bremsunni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2013 14:30 "Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk.“ Bíó. Amour. Leikstjórn: Michael Haneke. Leikarar: Jean-Louis Trintignant, Emmanuelle Riva, Isabelle Huppert. Hjónin Anne og Georges Laurent eru á níræðisaldri, nokkuð spræk, og rækta hjónabandið vel. Dag einn fær Anna heilablóðfall, hægri hluti líkama hennar lamast, og á mjög stuttum tíma hrakar heilsu hennar gríðarlega. Hún þarf hjálp frá eiginmanni sínum við næstum allt, og að lokum neyðist Georges til þess að ráða hjúkrunarkonu henni til aðstoðar. Hinn austurríski Michael Haneke, leikstjóri myndarinnar, er umdeildur listamaður, og eru flestar mynda hans ógnvekjandi og ofbeldisfullar. Svo er ekki í tilfelli Amour, þó vissulega hræðist flestir tilhugsunina um heilsubrest, og Haneke stendur á bremsu sem margir vissu ekki að hann ætti. Þó umfjöllunarefnið sé margra vasaklúta virði dregur lágstemmd leikstjórnin nokkuð úr dramatíkinni, og fókuserar frekar á fegurð ástar og trygglyndis. Þau Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva eru algjörlega stórkostleg í hlutverkum sínum, og þykir Riva sigurstrangleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð, en þar er hún tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki, sú elsta sem náð hefur þeim árangri. Trintignant er þó engu síðri, og manni kemur óneitanlega til hugar hlutverk Theodórs Júlíussonar í Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar, en efnistök og söguframvinda myndanna eru glettilega lík. Það er full vinna að rýna í symbólismann og merkingu einstakra atriða, og nær allar líkur eru á að ýmislegt fari fram hjá áhorfandanum í fyrstu tilraun. Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk. Hann er með einstakt auga og nær að gera þessa hversdagslegu sögu að fallegu listaverki. Niðurstaða: Besta mynd Haneke til þessa. Gagnrýni Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó. Amour. Leikstjórn: Michael Haneke. Leikarar: Jean-Louis Trintignant, Emmanuelle Riva, Isabelle Huppert. Hjónin Anne og Georges Laurent eru á níræðisaldri, nokkuð spræk, og rækta hjónabandið vel. Dag einn fær Anna heilablóðfall, hægri hluti líkama hennar lamast, og á mjög stuttum tíma hrakar heilsu hennar gríðarlega. Hún þarf hjálp frá eiginmanni sínum við næstum allt, og að lokum neyðist Georges til þess að ráða hjúkrunarkonu henni til aðstoðar. Hinn austurríski Michael Haneke, leikstjóri myndarinnar, er umdeildur listamaður, og eru flestar mynda hans ógnvekjandi og ofbeldisfullar. Svo er ekki í tilfelli Amour, þó vissulega hræðist flestir tilhugsunina um heilsubrest, og Haneke stendur á bremsu sem margir vissu ekki að hann ætti. Þó umfjöllunarefnið sé margra vasaklúta virði dregur lágstemmd leikstjórnin nokkuð úr dramatíkinni, og fókuserar frekar á fegurð ástar og trygglyndis. Þau Jean-Louis Trintignant og Emmanuelle Riva eru algjörlega stórkostleg í hlutverkum sínum, og þykir Riva sigurstrangleg á komandi Óskarsverðlaunahátíð, en þar er hún tilnefnd fyrir besta leik í aðalhlutverki, sú elsta sem náð hefur þeim árangri. Trintignant er þó engu síðri, og manni kemur óneitanlega til hugar hlutverk Theodórs Júlíussonar í Eldfjalli Rúnars Rúnarssonar, en efnistök og söguframvinda myndanna eru glettilega lík. Það er full vinna að rýna í symbólismann og merkingu einstakra atriða, og nær allar líkur eru á að ýmislegt fari fram hjá áhorfandanum í fyrstu tilraun. Ef handrit og leikarar halda Amour uppi er það sjónrænn stíll Haneke sem setur hana í algjöran sérflokk. Hann er með einstakt auga og nær að gera þessa hversdagslegu sögu að fallegu listaverki. Niðurstaða: Besta mynd Haneke til þessa.
Gagnrýni Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira