Vínyllinn aftur kominn undir nálina 26. janúar 2013 06:00 Vínylplötur eru loksins komnar aftur í tísku eftir að hafa verið litnar hornauga árum saman. Nordipchotos/Getty Sala á vínylplötum hefur aukist mikið bæði hérlendis og úti í heimi á undanförnum árum eftir um tuttugu ára lægð. Því hafði verið spáð að vínylplatan myndi deyja þegar geisladiskurinn steig fram í dagsljósið en annað hefur komið á daginn. Þótt vínylsalan jafnist ekkert á við söluna á geisladiskum er núna farið að borga sig að framleiða plötur í nokkuð stóru upplagi. Því má segja að vínylsala einskorðist ekki lengur við „sérvitringa" sem selja notaðan vínyl í safnarabúðum eða í Kolaportinu því núna er þetta eigulega tónlistarform komið aftur í tísku og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.Tvö þúsund eintök seldust Haraldur Leví Gunnarsson starfrækir Record Records, sem er afkastamesti vínylframleiðandi landsins. Sextán vínyltitlar voru í dreifingu, þar af þrjár eldri útgáfur, hjá honum á síðasta ári og seldust þeir í um tvö þúsund eintökum. Hvernig lítur árið 2013 út í vínylsölunni? „Það er augljóslega áhugi fyrir þessu og maður sér það skýrt þegar sumir titlar selja hlutfallslega meira af vínyl en í stafrænni sölu," segir hann. „Við munum halda áfram að gefa út þá titla sem eiga heima á vínyl. Hingað til höfum við haft upplögin um 300 eintök en það er orðið nokkuð ljóst að það þarf að auka við það og byrja á 500 eintökum. Sem dæmi framleiddum við 300 eintök af Ojba Rasta, Tilbury og Annarri Mósebók [með Moses Hightower] síðasta sumar. Tilbury og Moses seldust upp fyrir jól og er Ojba Rasta að klárast. Auka upplag af Annarri Mósebók er þó komið í búðir." Söluhæsta platan var My Head Is An Animal með Of Monsters And Men sem seldist í um 400 eintökum. Geisladiskurinn seldist á hinn bóginn í um tíu þúsund eintökum í fyrra og var vínylsalan því 4% af heildarsölunni það árið.Stafrænt niðurhal fylgir með Hvað er svona heillandi við vínylinn? „Sumum finnst hljómgæðin töluvert betri en öðrum finnst skemmtilegra að eiga vínyl frekar en disk því hann er stærri og flottari og eigulegri. Svo eru enn aðrir sem finnst margt heillandi við hann en finnst erfitt að vera fastir við plötuspilarann að hlusta á músík því staðreyndin er sú að það er árið 2013 og menn vilja geta hlustað á músíkina sína hvar sem er. Þess vegna látum við alltaf stafrænt niðurhal af plötunni fylgja með öllum vínylútgáfum svo sá sem kaupir plötuna geti einnig haft hana í bílnum eða á iPodinum sínum. Það gera það ekki allir útgefendur og því skora ég hér með á hina útgefendurna sem gera það ekki að byrja á því. Ég persónulega verð alltaf fúll þegar ég kaupi vínyl og fæ ekki niðurhalið með."Tónlistarmenn vilja vínyl Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records hefur gefið út tónlist á vínyl undanfarin fimm ár og salan hefur verið að aukast jafnt og þétt. „Núna finnst tónlistarmönnum þeir ekki hafa gefið neitt út fyrr en platan er komin út á vínyl. Fyrir tveimur árum var nóg að hún kæmi út á geisladiski," segir Baldvin Esra, sem hefur einnig staðið fyrir tveimur vínylmörkuðum á Kexi Hosteli. Þar hefur mætingin verið góð og á fjórða hundruð vínylplatna selst. „Þetta er rosabylgja núna. Þetta eru ekki bara einhverjir gamlir karlar sem eru að rífa upp gömlu plötuspilarana sína heldur ungt fólk sem er komið með nýja plötuspilara. Þetta eru ungir tónlistarneytendur sem eru að öllu jöfnu vanari því að nálgast plötur á stafrænu formi. Þeir muna ekki eftir því að einu sinni var bara vínyll."Vínylplöturnar í dag eru mun vandaðri en þær sem komu út á árum áður. „Þetta er hágæða vínyll, 180 gramma audio file vinyl pressing."Nemendum finnst þetta töff Tónlistarspekúlantinn Jónatan Garðarsson segist eiga ágætis safn af vínylplötum og hlustar reglulega á það. Hann er með tvo virka plötuspilara á heimili sínu en eitt sinn voru þeir fimm. „Ég er að kenna rokksögu í FÍH og nota vínylinn mjög mikið. Ég er ekki með iPoda eða tölvur. Það er gaman að geta sýnt plöturnar og ég finn að nemendunum finnst það áhugavert. Þeim fannst það skrítið fyrir nokkrum árum en núna finnst þeim það töff."Vínylplöturnar vandaðri en áður Í Hljómsýn í Ármúlanum hefur verið nóg að gera í plötuspilara- og vínylplötusölu en verslunin flytur sjálf inn vínylplötur. Að sögn eigandans Þorsteins Daníelssonar hafa selst hátt í tvö hundruð nýir plötuspilarar í versluninni á hverju ári undanfarin ár. „Salan í fyrra var metsala," segir hann og bætir við að fólk á öllum aldri hafi komið að versla. Það sama á við um vínylplöturnar. Þær seljast í um fjögur til fimm þúsund eintökum á ári hverju í versluninni. Á sama tíma hefur sala á erlendum geisladiskum hrapað hér á landi, að mestu vegna aukningar ólöglegs niðurhals. Þorsteinn segir að vínylplöturnar í dag séu mun vandaðri en þær sem komu út á árum áður. „Þetta er hágæða vínyll, „180 gramma audio file vinyl pressing", sem þýðir að þetta eru allt önnur gæði en fólk átti að venjast áður fyrr. Margt af þessu er endurhljóðblandað og hljómar rosalega vel. Svo hafa plötuspilararnir aldrei verið betri. Þegar fólk fer að spila þetta heyrir það hversu gæðin eru mörgum klössum fyrir ofan venjulegar steríógræjur með venjulegum geislaspilunum. Þú líkir þessu ekki saman." Hann segist vita til þess að margir hafi hent vínylsafninu sínu því þeir töldu að plöturnar heyrðu sögunni til en séð síðan eftir því. „Sennilega er Ísland eina landið þar sem menn hentu þessu. Þetta var allt í einu búið en þetta var ekkert búið." Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sala á vínylplötum hefur aukist mikið bæði hérlendis og úti í heimi á undanförnum árum eftir um tuttugu ára lægð. Því hafði verið spáð að vínylplatan myndi deyja þegar geisladiskurinn steig fram í dagsljósið en annað hefur komið á daginn. Þótt vínylsalan jafnist ekkert á við söluna á geisladiskum er núna farið að borga sig að framleiða plötur í nokkuð stóru upplagi. Því má segja að vínylsala einskorðist ekki lengur við „sérvitringa" sem selja notaðan vínyl í safnarabúðum eða í Kolaportinu því núna er þetta eigulega tónlistarform komið aftur í tísku og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.Tvö þúsund eintök seldust Haraldur Leví Gunnarsson starfrækir Record Records, sem er afkastamesti vínylframleiðandi landsins. Sextán vínyltitlar voru í dreifingu, þar af þrjár eldri útgáfur, hjá honum á síðasta ári og seldust þeir í um tvö þúsund eintökum. Hvernig lítur árið 2013 út í vínylsölunni? „Það er augljóslega áhugi fyrir þessu og maður sér það skýrt þegar sumir titlar selja hlutfallslega meira af vínyl en í stafrænni sölu," segir hann. „Við munum halda áfram að gefa út þá titla sem eiga heima á vínyl. Hingað til höfum við haft upplögin um 300 eintök en það er orðið nokkuð ljóst að það þarf að auka við það og byrja á 500 eintökum. Sem dæmi framleiddum við 300 eintök af Ojba Rasta, Tilbury og Annarri Mósebók [með Moses Hightower] síðasta sumar. Tilbury og Moses seldust upp fyrir jól og er Ojba Rasta að klárast. Auka upplag af Annarri Mósebók er þó komið í búðir." Söluhæsta platan var My Head Is An Animal með Of Monsters And Men sem seldist í um 400 eintökum. Geisladiskurinn seldist á hinn bóginn í um tíu þúsund eintökum í fyrra og var vínylsalan því 4% af heildarsölunni það árið.Stafrænt niðurhal fylgir með Hvað er svona heillandi við vínylinn? „Sumum finnst hljómgæðin töluvert betri en öðrum finnst skemmtilegra að eiga vínyl frekar en disk því hann er stærri og flottari og eigulegri. Svo eru enn aðrir sem finnst margt heillandi við hann en finnst erfitt að vera fastir við plötuspilarann að hlusta á músík því staðreyndin er sú að það er árið 2013 og menn vilja geta hlustað á músíkina sína hvar sem er. Þess vegna látum við alltaf stafrænt niðurhal af plötunni fylgja með öllum vínylútgáfum svo sá sem kaupir plötuna geti einnig haft hana í bílnum eða á iPodinum sínum. Það gera það ekki allir útgefendur og því skora ég hér með á hina útgefendurna sem gera það ekki að byrja á því. Ég persónulega verð alltaf fúll þegar ég kaupi vínyl og fæ ekki niðurhalið með."Tónlistarmenn vilja vínyl Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records hefur gefið út tónlist á vínyl undanfarin fimm ár og salan hefur verið að aukast jafnt og þétt. „Núna finnst tónlistarmönnum þeir ekki hafa gefið neitt út fyrr en platan er komin út á vínyl. Fyrir tveimur árum var nóg að hún kæmi út á geisladiski," segir Baldvin Esra, sem hefur einnig staðið fyrir tveimur vínylmörkuðum á Kexi Hosteli. Þar hefur mætingin verið góð og á fjórða hundruð vínylplatna selst. „Þetta er rosabylgja núna. Þetta eru ekki bara einhverjir gamlir karlar sem eru að rífa upp gömlu plötuspilarana sína heldur ungt fólk sem er komið með nýja plötuspilara. Þetta eru ungir tónlistarneytendur sem eru að öllu jöfnu vanari því að nálgast plötur á stafrænu formi. Þeir muna ekki eftir því að einu sinni var bara vínyll."Vínylplöturnar í dag eru mun vandaðri en þær sem komu út á árum áður. „Þetta er hágæða vínyll, 180 gramma audio file vinyl pressing."Nemendum finnst þetta töff Tónlistarspekúlantinn Jónatan Garðarsson segist eiga ágætis safn af vínylplötum og hlustar reglulega á það. Hann er með tvo virka plötuspilara á heimili sínu en eitt sinn voru þeir fimm. „Ég er að kenna rokksögu í FÍH og nota vínylinn mjög mikið. Ég er ekki með iPoda eða tölvur. Það er gaman að geta sýnt plöturnar og ég finn að nemendunum finnst það áhugavert. Þeim fannst það skrítið fyrir nokkrum árum en núna finnst þeim það töff."Vínylplöturnar vandaðri en áður Í Hljómsýn í Ármúlanum hefur verið nóg að gera í plötuspilara- og vínylplötusölu en verslunin flytur sjálf inn vínylplötur. Að sögn eigandans Þorsteins Daníelssonar hafa selst hátt í tvö hundruð nýir plötuspilarar í versluninni á hverju ári undanfarin ár. „Salan í fyrra var metsala," segir hann og bætir við að fólk á öllum aldri hafi komið að versla. Það sama á við um vínylplöturnar. Þær seljast í um fjögur til fimm þúsund eintökum á ári hverju í versluninni. Á sama tíma hefur sala á erlendum geisladiskum hrapað hér á landi, að mestu vegna aukningar ólöglegs niðurhals. Þorsteinn segir að vínylplöturnar í dag séu mun vandaðri en þær sem komu út á árum áður. „Þetta er hágæða vínyll, „180 gramma audio file vinyl pressing", sem þýðir að þetta eru allt önnur gæði en fólk átti að venjast áður fyrr. Margt af þessu er endurhljóðblandað og hljómar rosalega vel. Svo hafa plötuspilararnir aldrei verið betri. Þegar fólk fer að spila þetta heyrir það hversu gæðin eru mörgum klössum fyrir ofan venjulegar steríógræjur með venjulegum geislaspilunum. Þú líkir þessu ekki saman." Hann segist vita til þess að margir hafi hent vínylsafninu sínu því þeir töldu að plöturnar heyrðu sögunni til en séð síðan eftir því. „Sennilega er Ísland eina landið þar sem menn hentu þessu. Þetta var allt í einu búið en þetta var ekkert búið."
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira