Eftir að fólk hefur verið borið til grafar er legsteinn oftast lagður yfir leiðið til að marka gröfina og sem minnisvarði um hinn látna. Vandaður frágangur og fallegur legsteinn er því mikilvægur enda á hann eftir að standa þar um ókomna tíð. „Afar mikilvægt er fyrir viðskiptavini að fá að ræða við einhvern með reynslu og þekkingu af legsteinasmíð þegar velja á stein. Gríðarmargt spilar þar inn í; hönnun, smíði, frágangur á legsteini og fleira. Hjá okkur starfa bæði steinsmiðir, hönnuðir og annað fagfólk með mikla þekkingu og margra ára reynslu," segir Unnar Þór Lárusson hjá Sólsteinum – S. Helgasyni.
Menntaðir steinsmiðir
Lykilatriði að fagmennsku er að vera með fagmenntað fólk og hjá Sólsteinum – S. Helgason starfa þó nokkrir lærðir steinsmiðir. „Það var einmitt einn steinsmíðanemi hjá okkur að útskrifast nú um áramótin og hlaut hann silfurverðlaun forseta Íslands fyrir sveinsstykkið sitt. Þá er annar steinsmiður hjá okkur nýkominn af endurmenntunarnámskeiði í Bretlandi. Við leggjum mikið upp úr því að halda faglegri þekkingu innan fyrirtækisins og endurspeglast það í vörunum og þjónustunni sem við veitum."
Fjöldi steintegunda
Hjá Sólsteinum – S. Helgasyni er hægt að velja milli mismunandi steintegunda. „Innfluttu steintegundirnar eru granít og marmari en íslensku efnin eru gabbró, líparít og stuðlaberg. Í glæsilegum sýningasal okkar á Skemmuvegi 48, Kópavogi, er úrval tilbúinna legsteina sem hægt er að skoða. Þegar fólk hefur valið sér stein eru þeir teiknaðir og settir upp frá A til Ö í tölvu svo hægt er að sjá nákvæma mynd af steininum áður en smíðin hefst."
Sérsmíðum legsteina
„Þá getur fólk komið með óskir eða hugmyndir að útliti eða formi legsteina. Fagfólk okkar hjálpar svo til við útfæra hugmyndina svo hún geti orðið að veruleika."
Skreytingar á leiði og legsteina
Ýmsar gerðir skreytinga prýða legsteina og bjóða Sólsteinar – S. Helgason vandaða vöru sem endist.
„Við erum með marmarastyttur og ýmist skraut úr kopar, svo sem engla, fugla, krossa og blóm. Auk þess útbúum við postulínsmynd af hinum látna á legsteininn án endurgjalds. Myndin gerir steininn persónulegri og það eykst ár frá ári að fólk velji að hafa mynd. Um þessar mundir erum við svo með lukt og vasa á legstein á tilboði saman á 29.900."
Uppsetning og frágangur
Fagfólk frá Sólsteinum – S. Helgasyni sér um uppsetningu og frágang legsteina allt að 200 kílómetra út fyrir höfuðborgarsvæðið. Sú þjónusta er innifalin í verðinu ásamt sendingarkostnaði hvert á land sem er.
„Legsteinar eru oftast settir upp fljótlega eftir jarðarför. Þá setjum við frostfrían jarðveg undir steininn og þjöppum.
Eftir það á steinninn ekki að halla en við berum hins vegar ábyrgð á þeim endalaust og lagfærum ef eitthvað er að, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Við biðjum fólk að láta okkur vita ef eitthvað kemur upp á eða ef það er ekki ánægt og þá lögum við það. Þetta er hluti af þeirri góðu þjónustu sem við veitum."
Afmælissteinn á tilboði
„Í tilefni afmælisins höfum við framleitt sérstakan stuðlabergslegstein sem verður á tilboði út árið. Afmælislegsteinninn er með undirsteini, áletrun, lukt, vasa og postulínsmynd og kostar 169.000 með uppsetningu í kirkjugarði."
Samstarf