Minnkandi atvinnuleysi skýrist af landflótta og breyttri tölfræði Hannes G. Sigurðsson skrifar 31. janúar 2013 06:00 Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). Þessir 936 brottfluttu Íslendingar bættust við þá 5.480 sem fluttu brott umfram aðflutta árin 2009-2011 þannig að í heild fluttu 6.416 íslenskir ríkisborgarar frá landinu umfram aðflutta árin 2009-2012. Flutningsjöfnuður Íslendinga hefur yfirleitt verið neikvæður undanfarna áratugi og var árið 2012 vel yfir meðaltali þess tímabils. Á árinu var nettó brottflutningur Íslendinga sjá sjötti mesti síðustu tvo áratugi. Upplýsingar um menntun að- og brottfluttra liggja ekki fyrir, en líkur standa til þess að frá Íslandi flytjist að mestu leyti sérmenntað vinnuafl og að til landsins komi fólk í miklum mæli án framhalds- eða starfsmenntunar og auðvitað íslenskukunnáttu. Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði. Ótímabær gleði Tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs urðu forsætisráðherra ánægjuefni eins og mátti lesa í grein hennar í Fréttablaðinu 26. janúar: „Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það til ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins…“. Gleði ráðherrans fólst í því að á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs fluttu 625 fleiri til landsins en frá því, þar af voru 620 erlendir ríkisborgarar. Tölur áranna 2010-2012 sýna að brottflutningur Íslendinga er mestur á öðrum og þriðja ársfjórðungi hvers árs og langminnstur á þeim fjórða. Þannig nam nettó brottflutningur Íslendinga á öðrum og þriðja ársfjórðungi áranna 2011 og 2012 á bilinu 80-90% af brottflutningi áranna í heild og á fjórða ársfjórðungi nam hann einungis 1% af nettóflutningum hvort árið. Skýringin á þessu mynstri má m.a. rekja til þess að íslenskar fjölskyldur tímasetja brottflutning af landinu með tilliti til skólagöngu barnanna og flytja því brott á sumrin. Það eru því rangar ályktanir sem forsætisráðherra dregur að einhver tímamóta viðsnúningur hafi átt sér stað á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Betri mynd af stöðu búferlaflutninganna fæst því með því að skoða árin í heild. Í þeim kemur ekki fram neinn tímamóta viðsnúningur heldur að nettó brottflutningur íslenskra ríkisborgara af landinu var enn mjög mikill á síðasta ári. Minnkandi atvinnuleysi? Árið 2009 var meðalfjöldi atvinnulausra 13.400 (8,0% atvinnuleysi) en 9.500 (6,8% atvinnuleysi) á síðasta ári, samkvæmt Vinnumálastofnun, og fækkaði því um 3.900 á tímabilinu. Brottfluttir umfram aðflutta á aldursbilinu 16-74 ára árin 2010-2012 voru 3.200. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar er atvinnuþátttaka í þeim aldurhópi 80% og því má ætla að brottflutt vinnuafl hafi numið 2.700 manns árin 2010-2012. Eru þá ekki meðtaldir þeir 4.300 íbúar sem fluttu brott árið 2009 en án þess hefði atvinnuleysi það ár orðið 2% meira en raunin var það ár. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum hjá Vinnumálastofnun á síðasta ári var um 1.200, en þeir teljast ekki til atvinnulausra nú en gerðu það árin 2009-2010. Svo vill til að fækkun atvinnulausra er jafn mikil og samtala brottflutt vinnuafls og þátttakenda í vinnumarkaðsúrræðum. Það er nöturleg niðurstaða að helsti árangurinn í atvinnumálum, þ.e. minnkandi atvinnuleysi, felist í brottflutningi Íslendinga og breyttri tölfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mjög margir Íslendingar fluttu brott af landinu á síðasta ári en á móti fluttu margir útlendingar til landsins. Brottfluttir íbúar voru 319 umfram aðflutta árið 2012. Alls fluttu 936 Íslendingar frá landinu umfram heimkomna (0,3% Íslendinga), en á móti fluttu 617 erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta (2,9% af fjölda þeirra). Þessir 936 brottfluttu Íslendingar bættust við þá 5.480 sem fluttu brott umfram aðflutta árin 2009-2011 þannig að í heild fluttu 6.416 íslenskir ríkisborgarar frá landinu umfram aðflutta árin 2009-2012. Flutningsjöfnuður Íslendinga hefur yfirleitt verið neikvæður undanfarna áratugi og var árið 2012 vel yfir meðaltali þess tímabils. Á árinu var nettó brottflutningur Íslendinga sjá sjötti mesti síðustu tvo áratugi. Upplýsingar um menntun að- og brottfluttra liggja ekki fyrir, en líkur standa til þess að frá Íslandi flytjist að mestu leyti sérmenntað vinnuafl og að til landsins komi fólk í miklum mæli án framhalds- eða starfsmenntunar og auðvitað íslenskukunnáttu. Flest bendir því til þess að neikvæður flutningsjöfnuður íslenskrar ríkisborgara og jákvæður flutningsjöfnuður útlendinga lækki menntunarstig íbúa landsins og dragi úr framboði sérhæfðs starfsfólks á vinnumarkaði. Ótímabær gleði Tölur Hagstofunnar um búferlaflutninga á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs urðu forsætisráðherra ánægjuefni eins og mátti lesa í grein hennar í Fréttablaðinu 26. janúar: „Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það til ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins…“. Gleði ráðherrans fólst í því að á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs fluttu 625 fleiri til landsins en frá því, þar af voru 620 erlendir ríkisborgarar. Tölur áranna 2010-2012 sýna að brottflutningur Íslendinga er mestur á öðrum og þriðja ársfjórðungi hvers árs og langminnstur á þeim fjórða. Þannig nam nettó brottflutningur Íslendinga á öðrum og þriðja ársfjórðungi áranna 2011 og 2012 á bilinu 80-90% af brottflutningi áranna í heild og á fjórða ársfjórðungi nam hann einungis 1% af nettóflutningum hvort árið. Skýringin á þessu mynstri má m.a. rekja til þess að íslenskar fjölskyldur tímasetja brottflutning af landinu með tilliti til skólagöngu barnanna og flytja því brott á sumrin. Það eru því rangar ályktanir sem forsætisráðherra dregur að einhver tímamóta viðsnúningur hafi átt sér stað á fjórða ársfjórðungi síðastliðins árs. Betri mynd af stöðu búferlaflutninganna fæst því með því að skoða árin í heild. Í þeim kemur ekki fram neinn tímamóta viðsnúningur heldur að nettó brottflutningur íslenskra ríkisborgara af landinu var enn mjög mikill á síðasta ári. Minnkandi atvinnuleysi? Árið 2009 var meðalfjöldi atvinnulausra 13.400 (8,0% atvinnuleysi) en 9.500 (6,8% atvinnuleysi) á síðasta ári, samkvæmt Vinnumálastofnun, og fækkaði því um 3.900 á tímabilinu. Brottfluttir umfram aðflutta á aldursbilinu 16-74 ára árin 2010-2012 voru 3.200. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar er atvinnuþátttaka í þeim aldurhópi 80% og því má ætla að brottflutt vinnuafl hafi numið 2.700 manns árin 2010-2012. Eru þá ekki meðtaldir þeir 4.300 íbúar sem fluttu brott árið 2009 en án þess hefði atvinnuleysi það ár orðið 2% meira en raunin var það ár. Fjöldi þeirra sem tóku þátt í vinnumarkaðsúrræðum hjá Vinnumálastofnun á síðasta ári var um 1.200, en þeir teljast ekki til atvinnulausra nú en gerðu það árin 2009-2010. Svo vill til að fækkun atvinnulausra er jafn mikil og samtala brottflutt vinnuafls og þátttakenda í vinnumarkaðsúrræðum. Það er nöturleg niðurstaða að helsti árangurinn í atvinnumálum, þ.e. minnkandi atvinnuleysi, felist í brottflutningi Íslendinga og breyttri tölfræði.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar