Óðurinn til gleðinnar Benedikt Jóhannesson skrifar 1. febrúar 2013 06:00 Icesave-dómurinn er gleðilegur og sýnir að réttlæti dómstólsins er ekki í hlutfalli við stærð þjóðanna, þó að ýmsir hafi gert því skóna áður en hann féll. Allir sanngjarnir menn hljóta að fallast á að æskilegt sé að málið verði skoðað ítarlega frá upphafi og hvernig aðkoma og skoðanir manna hafa þróast og hvers vegna. Síðla árs 2008 samþykktu allir þingmenn Sjálfstæðisflokks þingsályktun sem byggði á yfirlýsingu Davíðs Oddssonar og Árna M. Mathiesens. Þar sagði meðal annars: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokks samþykktu líka nær allir í desember 2008 að ganga til samninga um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar höfðu komið sér saman um. Björn Bjarnason, sem þá sat á þingi og var ráðherra, sagði frá því á vefsíðu sinni í nóvember 2008 að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Þetta er auðvitað hárrétt hjá Birni. Á árinu 2009 skrifuðu fræðimennirnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal margar greinar um að Ísland bæri ekki ábyrgð á kröfunum. Undirritaður var í hópi þeirra sem las þær greinar af athygli og fannst þær sannfærandi. Þess vegna vó það þungt í mínum huga þegar Lárus kom að lokasamningnum um Icesave og mælti með því að hann yrði samþykktur. Allir vildu gera rétt Árið 2011 var sá samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Þá var sýnt að staða þrotabús Landsbankans hafði batnað svo mikið að það myndi geta greitt nær allar kröfurnar. Skilanefnd taldi að um 10 milljarðar króna stæðu út af en síðan hafa heimtur búsins batnað langt umfram Icesave-kröfuna. Áhættan við að segja já fólst því fyrst og fremst í því að heimtur búsins yrðu lakari, sem auðvitað var hugsanlegt en ekki líklegt. Félli samningurinn var óvissa um meðferð dómstóla á kröfunni og einkum hvernig vextir yrðu reiknaðir. Matsfyrirtæki sögðust líka myndu fella Ísland í ruslflokk ef samningurinn félli. Slíkt hefði orðið þjóðarbúinu dýrt, en gerðist ekki, sem bendir til þess að fyrirtækin hafi talið mat á styrk Landsbankans á þeim tíma raunsætt. Stuðningsmenn og andstæðingar samningsins misstu margir dómgreindina í baráttunni. Já-sinnar birtu mynd af hákarli sem virtist ætla að éta syndandi barn ef samningarnir féllu. Ekki virtist barninu vegna betur ef samningarnir yrðu samþykktir. Egill Ólafsson sagði þjóðinni með seiðandi röddu í útvarpsauglýsingum: „Samkvæmt annálaskrifum voru íslensk börn seld í ánauð til námuvinnu á Bretlandseyjum á fimmtándu öld. Það er engin ástæða til að endurtaka áþekka framkomu gagnvart börnum framtíðar. Þess vegna segi ég nei við Icesave.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, studdi samninginn. Hann rökstuddi þá skoðun sína vel í Kastljósþætti að hans kalda mat væri það að Ísland ætti að slá striki undir málið og landsmenn að snúa sér að öðru. Sama sinnis voru samflokksmenn hans Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Einhverjir félagar mínir hafa verið svo vinsamlegir að rifja upp að ég var einn þeirra sem studdu formanninn. Mér er heiður að því, en vil þó minna á að þau Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde, Halldór Blöndal, Matthías Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Sverrir Hermannsson og Þorsteinn Pálsson studdu Bjarna og málstað hans líka drengilega, svo nefnd séu nöfn sem ekki hafa orðið öllum jafnminnisstæð og mitt. Ég er ánægður að vera í þessum hópi. Það er mikið gleðiefni að Icesave-málinu sé lokið. Líklegast er það rétt, sem margir þeir sem ekki vildu semja sögðu áður en dómur féll, að það hefði litlu breytt fjárhagslega fyrir ríkissjóð þótt hann hefði fallið Íslandi í óhag. Aðalatriðið er að óvissu er eytt og þjóðin þarf ekki lengur að hafa þessa tæru snilld liggjandi á sér eins og möru. Yfir því geta allir Íslendingar glaðst sameiginlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Icesave-dómurinn er gleðilegur og sýnir að réttlæti dómstólsins er ekki í hlutfalli við stærð þjóðanna, þó að ýmsir hafi gert því skóna áður en hann féll. Allir sanngjarnir menn hljóta að fallast á að æskilegt sé að málið verði skoðað ítarlega frá upphafi og hvernig aðkoma og skoðanir manna hafa þróast og hvers vegna. Síðla árs 2008 samþykktu allir þingmenn Sjálfstæðisflokks þingsályktun sem byggði á yfirlýsingu Davíðs Oddssonar og Árna M. Mathiesens. Þar sagði meðal annars: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokks samþykktu líka nær allir í desember 2008 að ganga til samninga um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar höfðu komið sér saman um. Björn Bjarnason, sem þá sat á þingi og var ráðherra, sagði frá því á vefsíðu sinni í nóvember 2008 að ákveðið hefði verið að semja um málið: „Þegar samið er, hafa báðir nokkuð til síns máls. Ég hef aldrei hallast að þeirri skoðun, að samningar séu svik, þegar deilur milli ríkja eru leystar. Mér heyrist örla á því sjónarmiði í gagnrýni stjórnarandstöðu á samninginn um IceSave. Það er siðaðra þjóða háttur að ljúka deilum með samkomulagi – hins vegar má ekki greiða samninga of dýru verði eða afsala sér rétti til að halda lagaskilyrðum til haga og nýta lögfræðilega túlkun til hins ýtrasta.“ Þetta er auðvitað hárrétt hjá Birni. Á árinu 2009 skrifuðu fræðimennirnir Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal margar greinar um að Ísland bæri ekki ábyrgð á kröfunum. Undirritaður var í hópi þeirra sem las þær greinar af athygli og fannst þær sannfærandi. Þess vegna vó það þungt í mínum huga þegar Lárus kom að lokasamningnum um Icesave og mælti með því að hann yrði samþykktur. Allir vildu gera rétt Árið 2011 var sá samningur borinn undir þjóðaratkvæði. Þá var sýnt að staða þrotabús Landsbankans hafði batnað svo mikið að það myndi geta greitt nær allar kröfurnar. Skilanefnd taldi að um 10 milljarðar króna stæðu út af en síðan hafa heimtur búsins batnað langt umfram Icesave-kröfuna. Áhættan við að segja já fólst því fyrst og fremst í því að heimtur búsins yrðu lakari, sem auðvitað var hugsanlegt en ekki líklegt. Félli samningurinn var óvissa um meðferð dómstóla á kröfunni og einkum hvernig vextir yrðu reiknaðir. Matsfyrirtæki sögðust líka myndu fella Ísland í ruslflokk ef samningurinn félli. Slíkt hefði orðið þjóðarbúinu dýrt, en gerðist ekki, sem bendir til þess að fyrirtækin hafi talið mat á styrk Landsbankans á þeim tíma raunsætt. Stuðningsmenn og andstæðingar samningsins misstu margir dómgreindina í baráttunni. Já-sinnar birtu mynd af hákarli sem virtist ætla að éta syndandi barn ef samningarnir féllu. Ekki virtist barninu vegna betur ef samningarnir yrðu samþykktir. Egill Ólafsson sagði þjóðinni með seiðandi röddu í útvarpsauglýsingum: „Samkvæmt annálaskrifum voru íslensk börn seld í ánauð til námuvinnu á Bretlandseyjum á fimmtándu öld. Það er engin ástæða til að endurtaka áþekka framkomu gagnvart börnum framtíðar. Þess vegna segi ég nei við Icesave.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, studdi samninginn. Hann rökstuddi þá skoðun sína vel í Kastljósþætti að hans kalda mat væri það að Ísland ætti að slá striki undir málið og landsmenn að snúa sér að öðru. Sama sinnis voru samflokksmenn hans Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Einhverjir félagar mínir hafa verið svo vinsamlegir að rifja upp að ég var einn þeirra sem studdu formanninn. Mér er heiður að því, en vil þó minna á að þau Friðrik Sophusson, Geir H. Haarde, Halldór Blöndal, Matthías Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Sverrir Hermannsson og Þorsteinn Pálsson studdu Bjarna og málstað hans líka drengilega, svo nefnd séu nöfn sem ekki hafa orðið öllum jafnminnisstæð og mitt. Ég er ánægður að vera í þessum hópi. Það er mikið gleðiefni að Icesave-málinu sé lokið. Líklegast er það rétt, sem margir þeir sem ekki vildu semja sögðu áður en dómur féll, að það hefði litlu breytt fjárhagslega fyrir ríkissjóð þótt hann hefði fallið Íslandi í óhag. Aðalatriðið er að óvissu er eytt og þjóðin þarf ekki lengur að hafa þessa tæru snilld liggjandi á sér eins og möru. Yfir því geta allir Íslendingar glaðst sameiginlega.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar