Lög til verndar náttúru Íslands Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Í gær birtist grein eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur um frumvarp til náttúruverndarlaga. Hún segir að ýmsu beri að fagna í frumvarpinu en nefnir að í því séu gloppur sem þurfi að staldra við. Segir hún mikilvægt að hlusta eftir röddum þeirra sem kunnugastir eru málum. Það er rétt enda hefur fjöldi sérfræðinga verið kallaður til svo að skýr grunnur sé lagður að löggjöfinni og markmiðum hennar. Þá er rétt að samráð bætir stefnumótun stjórnvalda umtalsvert. Sú er raunin hér en undirbúningur að framlagningu frumvarpsins hófst haustið 2009. Hafist var við gerð yfirgripsmikillar Hvítbókar sem var megingrundvöllur umræðu á umhverfisþingi 2011. Þar áttu fjölmargir hagsmunaaðilar aðkomu og komu sjónarmiðum sínum á framfæri. Að auki fylgdi Hvítbókinni víðtækt samráð, fundahöld um land allt og umsagnarferli á ólíkum stigum, áður en að eiginlegri frumvarpssmíð kom. Að baki er því mikil og vönduð vinna og meira samráð en tíðkast við gerð frumvarpa. Það hefur valdið vonbrigðum að ýmsir hafa fjallað um frumvarpið með því að halda fram rangfærslum og upphrópunum. Sem betur fer gildir þó að þar fer yfirleitt fólk sem ann náttúrunni og skilur að um hana verða að gilda skýrar reglur svo ekki verði gengið á gæði hennar. Í umræddri grein er vikið að hagsmunum hreyfihamlaðra, sem ekki geta ferðast um nema á vélknúnu ökutæki. Aðgengi fatlaðra að náttúrunni verður beinlínis aukið verði frumvarpið að lögum, þar sem gert er ráð fyrir að vegna sérstakra aðstæðna megi veita einstaklingum undanþágur frá banni við akstri utan vega. Þessu dæmi er því miður snúið á haus í grein Lailu. Áhrif ferðamáta eru mismunandi og því gilda ólík sjónarmið eftir því hvernig ferðast er. Það gefur augaleið að ekki er hægt að aka um Þjórsárver eða önnur slík viðkvæm svæði þótt þar sé unnt að fara gangandi. Röksemdir um jafnræði eiga ekki alltaf við þegar ferðamátar eru bornir saman. Meginmarkmiðið með frumvarpinu er náttúruvernd. Því næst að fólk geti notið náttúrunnar – án þess að á hana sé gengið.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar