Af meintu einelti og ofbeldi Emil Örn Kristjánsson skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er ekki einleikið hvernig umræðan hefur verið á frétta- og samskiptamiðlum síðan Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri ásakaði Grafarvogsbúa, að loknum eftirminnilegum íbúafundi, um að leggja sig í einelti og beita sig ofbeldi. Það sem helst virðist hafa farið fyrir brjóstið á borgarstjóranum, og reyndar fleirum, er að einum fundarmanna varð það á að viðhafa orðið „hyski" um borgarstjórann og fylgisfólk hans. Í framhaldi af því að borgarstjóri, á fasbókarsíðu sinni, kvartaði undan því að hafa orðið fyrir téðu einelti og ofbeldi hafa ýmsir farið hamförum og ekki sparað Sigurði Harðarsyni, þeim sem beitti orðinu „hyski", gífuryrðin og farið langt fram úr honum í notkun fúk- og gífuryrða. Vekur það óneitanlega spurningar um það hversu heilagur og ósnertanlegur Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri hlýtur að vera hjá sauðtryggum aðdáendum og hversu vanheilagir og réttdræpir þeir eru, í þeirra augum, sem leyfa sér að gagnrýna hann á opinberum vettvangi. Sigurður hefur reyndar beðist afsökunar á orðalagi sínu og er hann maður að meiri á eftir. Nú vill svo til að víða í Grafarvogi er fólk orðið langþreytt og jafnvel reitt vegna valdníðslu borgarstjórnar í hverfinu, sérstaklega í skólamálum. Foreldrar grunnskólabarna í hverfinu hafa ítrekað reynt að fá embættismenn borgarinnar til umræðu um þær breytingar sem á síðasta ári var þvingað upp á íbúa án nokkurs samráðs, en án árangurs. Það er því ekki að undra þótt hvíni í þegar Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri mætir drjúgur á svip og talar fjálglega um „íbúalýðræði" þegar ráðstafa á einhverjum 2.000 krónum eða svo á mann í umhverfisverkefni. Flestum Grafarvogsbúum blöskrar nefnilega þegar þeir verða vitni að slíkum tvískinnungi.Ekki pólitískur fundur Fréttamiðlar þreyttust heldur ekki á því að tíunda þá staðreynd að nefndur Sigurður er stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Hefur öll umræðan síðan snúist að mestu leyti um að hér hafi sjálfstæðismaður verið að tala. Það hafa hins vegar fáir orðið til þess að nefna að margnefndur fundur var ekki pólitískur fundur sem slíkur. Þetta var opinn fundur borgarstjóra með borgarbúum. Grafarvogsbúar sem þarna mættu voru því ekki mættir þar sem fulltrúar þeirra stjórnmálaflokka sem þeir kunna að tilheyra, hvort heldur það er Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn eða eitthvað annað, heldur sem íbúar í sínu hverfi. Og nú sl. föstudag var Sigurður Harðarson sagður formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Það er reyndar ekki rétt því það vill til að undirritaður er formaður þess ágæta félags og hefur um árabil átt gott samstarf við Sigurð á þeim vettvangi. Hins vegar var Sigurður mættur, eins og svo margir aðrir, sem foreldri grunnskólabarna sem honum þykir borgaryfirvöld hafa brotið á og er orðinn langþreyttur á því að reyna árangurslaust að ræða þau mál við yfirvöld. Mér þykir það skjóta skökku við að heyra það fólk tuða af mikilli vandlætingu um að hafa verið kallað hyski, sem rak ögrandi kosningabaráttu með fúkyrðum á við „gefum fávitunum frí" og „allt fyrir aumingja". Mér þykir það líka vera aumt að borgarstjóri skuli ekki geta svarað fyrir aðgerðir sínar og það er beinlínis lélegt að reyna að koma sér undan því með slíkum orðhengilshætti og hann hefur hér orðið uppvís að. Þar að auki hefur hann orðið uppvís að því að ljúga sakir upp á stóran hóp borgarbúa og misnota orð eins og „einelti" og „ofbeldi" í því samhengi og þar með gert lítið úr þolendum þess. Með réttu ætti borgarstjóri að biðjast afsökunar á þessu framferði sínu. Ég á samt ekki von á að hann sé maður til þess.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar