Vonast til að koma fólki á óvart enda laus við allar væntingar Freyr Bjarnason skrifar 7. febrúar 2013 06:00 Biggi spilar á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljómsveit. Mynd/Vilhelm „Ég er búinn að henda gítarnöglinni," segir tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, oftast kenndur við Maus. Hann spilar á sínum fyrstu sólótónleikum í rúm sex ár á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljómsveit. Einnig koma Árstíðir fram. Tónlistin er þjóðlagaskotin en með skírskotanir í popp, tangó, vals og polka. Birgir hefur lítið haft sig í frammi síðan hann starfrækti hljómsveitina Krónu fyrir nokkrum árum. Hann stekkur núna út í djúpu laugina eftir að hafa eytt tveimur árum í að læra betur á gítarinn sinn. Núna kann hann listina að fingraplokka. „Ég ákvað að vera ekki að trana mér fram fyrr en mér fyndist ég hafa upp á eitthvað að bjóða og ég gæti staðið einn og óstuddur. Ég tók líka ákvörðun um að spila ekki nema ég væri beðinn um það og það hafði ekki gerst lengi fyrr en núna fyrir áramót," segir Birgir, sem tók þátt í tónleikaröðinni Vinnslunni. „Ég „koksaði" alveg í byrjun og stamaði og hikstaði. Síðan komst ég á flug og komst að því að mér fyndist þetta enn þá skemmtilegt," segir hann en ný sólóplata er væntanleg í sumar. Birgir gaf út sína fyrstu sólóplötu, Id, árið 2006 á meðan hann var búsettur í London. Upptökustjóri var Tim Simenon sem hafði unnið með Depeche Mode og Sinéad O"Connor. Allt kom fyrir ekki því platan fékk miðlungsgóða dóma og spilaði þar kannski inn í að hún var undir áhrifum raftónlistar og allt öðruvísi en það sem hann hafði gert með Maus. Hann semur núna lög ef þau koma til hans á eðlislægan hátt án þess að vera þvinguð fram. „Ég er búinn að vera í þeirri frábæru aðstöðu að það er enginn að bíða eftir neinu, sem þýðir að það eru engar væntingar. Það gefur mér færi á að koma fólki á óvart," segir popparinn og heldur áfram: „Áður fyrr bjó maður kannski til lag eða plötu og um leið og maður kláraði lagið var maður byrjaður að taka við Íslensku tónlistarverðlaununum í hausnum. Ef ég horfi til baka get ég ekki heiðarlega sagt að ég hafi verið að gera tónlistina bara ánægjunnar vegna. Ef þú ert ekki að semja tónlistina frá hjartanu þá heyrir fólk það. Það er kannski stærsti galli síðustu plötu." Birgir einbeitir sér núna að sálfræðinámi sínu við Háskóla Íslands og fjölskyldunni sinni. Einnig er hann að vinna með geðfötluðu fólki í Reykjavík í tengslum við nám sitt og þykir það mjög gaman. Að auki skrifaði hann handrit myndarinnar Vonarstræti ásamt leikstjóranum Baldvini Z og hefjast tökur 20. febrúar. Aðspurður segist hann vera búinn að þroskast mikið, sérstaklega eftir að hann varð fjölskyldumaður og varð að „kippa höfðinu út úr rassgatinu á sjálfum sér". Nýju lögin hans eru öll á íslensku og koma aðeins út á Íslandi. „Ég er ekkert á leiðinni neitt. Mig langar bara að vera hér og njóta þess að semja íslenska texta aftur." Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er búinn að henda gítarnöglinni," segir tónlistarmaðurinn Birgir Örn Steinarsson, oftast kenndur við Maus. Hann spilar á sínum fyrstu sólótónleikum í rúm sex ár á Gamla Gauknum í kvöld ásamt nýrri hljómsveit. Einnig koma Árstíðir fram. Tónlistin er þjóðlagaskotin en með skírskotanir í popp, tangó, vals og polka. Birgir hefur lítið haft sig í frammi síðan hann starfrækti hljómsveitina Krónu fyrir nokkrum árum. Hann stekkur núna út í djúpu laugina eftir að hafa eytt tveimur árum í að læra betur á gítarinn sinn. Núna kann hann listina að fingraplokka. „Ég ákvað að vera ekki að trana mér fram fyrr en mér fyndist ég hafa upp á eitthvað að bjóða og ég gæti staðið einn og óstuddur. Ég tók líka ákvörðun um að spila ekki nema ég væri beðinn um það og það hafði ekki gerst lengi fyrr en núna fyrir áramót," segir Birgir, sem tók þátt í tónleikaröðinni Vinnslunni. „Ég „koksaði" alveg í byrjun og stamaði og hikstaði. Síðan komst ég á flug og komst að því að mér fyndist þetta enn þá skemmtilegt," segir hann en ný sólóplata er væntanleg í sumar. Birgir gaf út sína fyrstu sólóplötu, Id, árið 2006 á meðan hann var búsettur í London. Upptökustjóri var Tim Simenon sem hafði unnið með Depeche Mode og Sinéad O"Connor. Allt kom fyrir ekki því platan fékk miðlungsgóða dóma og spilaði þar kannski inn í að hún var undir áhrifum raftónlistar og allt öðruvísi en það sem hann hafði gert með Maus. Hann semur núna lög ef þau koma til hans á eðlislægan hátt án þess að vera þvinguð fram. „Ég er búinn að vera í þeirri frábæru aðstöðu að það er enginn að bíða eftir neinu, sem þýðir að það eru engar væntingar. Það gefur mér færi á að koma fólki á óvart," segir popparinn og heldur áfram: „Áður fyrr bjó maður kannski til lag eða plötu og um leið og maður kláraði lagið var maður byrjaður að taka við Íslensku tónlistarverðlaununum í hausnum. Ef ég horfi til baka get ég ekki heiðarlega sagt að ég hafi verið að gera tónlistina bara ánægjunnar vegna. Ef þú ert ekki að semja tónlistina frá hjartanu þá heyrir fólk það. Það er kannski stærsti galli síðustu plötu." Birgir einbeitir sér núna að sálfræðinámi sínu við Háskóla Íslands og fjölskyldunni sinni. Einnig er hann að vinna með geðfötluðu fólki í Reykjavík í tengslum við nám sitt og þykir það mjög gaman. Að auki skrifaði hann handrit myndarinnar Vonarstræti ásamt leikstjóranum Baldvini Z og hefjast tökur 20. febrúar. Aðspurður segist hann vera búinn að þroskast mikið, sérstaklega eftir að hann varð fjölskyldumaður og varð að „kippa höfðinu út úr rassgatinu á sjálfum sér". Nýju lögin hans eru öll á íslensku og koma aðeins út á Íslandi. „Ég er ekkert á leiðinni neitt. Mig langar bara að vera hér og njóta þess að semja íslenska texta aftur."
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira