Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Lýðræðið í öndvegi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG tók við stjórn landsins 1. febrúar 2009 þótti brýnt að huga vel að mannréttindum, lýðræðisumbótum og umbótum á sjálfu stjórnkerfinu. Í kjölfar bankahrunsins varð meðal annars að komast til botns í því hvort og þá hvers vegna opinberar eftirlitsstofnanir og stjórnmálin höfðu brugðist með örlagaríkum afleiðingum. Helstu stofnanir samfélagsins voru rúnar trausti og grunsemdir um spillingu og klíkuskap voru miklar.Breyttir og betri siðir Um misbeitingu valdsins eru til ágæt dæmi. Árið 2003 voru samþykkt umdeild lög sem veittu þingmönnum, ráðherrum, forseta Íslands, dómurum og æðstu embættismönnum forréttindi um lífeyrisgreiðslur. Þau veittu rýmri réttindi en almenningur nýtur til þess að hverfa frá störfum áður en tilskyldum eftirlaunaaldri er náð. Jafnframt gátu ofangreindir hópar haldið fullum lífeyrisréttindum þótt svo að þeir gegndu samtímis öðrum störfum fyrir hið opinbera. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarflokkanna var að fella þessi lög úr gildi. Meðal siðmenntaðra þjóða þykir eðlilegt og sjálfsagt að upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda séu opinberar og öllum aðgengilegar. Þessi háttur er hafður á meðal annars til að koma í veg fyrir dulin áhrifakaup auðmanna sem ógnað geta lýðræðinu. Ísland hafði dregið lappirnar í þessum efnum til ársins 2006 þegar ný lög um fjármál stjórnmálaflokka voru loks samþykkt. Fljótlega eftir fjármálahrunið gekkst núverandi ríkisstjórn fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka og frambjóðenda yrðu gerð opinber aftur til ársins 2005. Það leiddi meðal annars í ljós há framlög föllnu bankanna til einstakra stjórnmálaflokka og frambjóðenda. Margar aðgerðir af þessum toga láta ekki mikið yfir sér en fela þó í sér miklar umbætur og heilbrigðari og gagnsærri stjórnsýslu. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið innleiddar siðareglur fyrir ráðherra og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands. Tilgangur þeirra er að auka traust á stjórnsýslunni og veita leiðsögn um hvers konar háttalag hæfir starfsmönnum hennar og æðstu stjórnendum. Með breytingum á lögum og reglum hefur dregið úr hættu á að geðþótti ráði við embættisveitingar. Óheimilt er nú að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda. Hæfisnefndir fjalla nú auk þess um allar ráðningar æðstu stjórnenda innan Stjórnarráðs Íslands.Faglegri stjórnun Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur verið ráðist í umfangsmestu breytingar á Stjórnarráðinu í sögu lýðveldisins. Þessar breytingar voru meðal annars gerðar í kjölfar ábendinga í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ráðuneytum hefur verið fækkað úr 12 í 8 og breytingar samfara fækkuninni eiga að skila faglegri og skilvirkari þjónustu. Samhliða hefur stofnunum ríkisins einnig fækkað um rúmlega 30 og er nú fjöldi þeirra um 190. Við höfum fetað leiðina til gagnsærra og opnara þjóðfélags. Endurskoðuð upplýsingalög, sem tóku gildi nýverið, eru varða á þeirri leið. Þau ná nú einnig til upplýsingagjafar fyrirtækja sem eru að meirihluta í opinberri eigu eins og t.d. Landsvirkjun. Breytingarnar auðvelda jafnframt almenningi að óska upplýsinga og fá greið svör við spurningum. Meginatriðið er að við höfum fullan vilja til þess að mæta kröfum um greiðan aðgang almennings að upplýsingum, enda er það einn af hornsteinum lýðræðisins.Mannréttindi Vorið 2010 var ákveðið með lögum að greiða sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum fyrir börn. Lögin kveða á um bætur allt að 6 milljónum króna til handa einstaklingum sem urðu fyrir varanlegum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis á tilteknum stofnunum eða heimilum. Stórt skref í réttindabaráttu samkynhneigðra var tekið árið 2010 þegar Alþingi samþykkti að ein hjúskaparlög skyldu gilda um allra, burtséð frá kyni eða kynhneigð. Óhætt er að segja að Ísland hafi nú skipað sér í fremstu röð að því er réttindi samkynhneigðra varðar. Nefna má að í fyrra voru samþykkt lög sem bæta réttarstöðu transfólks, þ.e. fólks sem á við kynáttunarvanda að stríða. Íslenskt táknmál er nú móðurmál þeirra sem ekki hafa næga heyrn til að tileinka sér íslenska tungu til daglegra samskipta. Þetta var lögfest fyrir að verða tveimur árum og er nú íslenskt táknmál fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Fleira má nefna sem snertir mannréttindi. Unnið er að endurskoðun laga um hælisleitendur og réttindi útlendinga hér á landi. Réttindagæsla fyrir fatlaða hefur verið leidd í lög. Þeir eiga nú meðal annars rétt á persónulegum talsmanni sem gætir hagsmuna þeirra.Staða stjórnarskrármálsins Frá árinu 2009 hafa umræður á Alþingi um stjórnarskrána tekið meiri tíma en flest önnur mál í sögu lýðveldisins. Vinnan utan þingsins frá þjóðfundi til þjóðaratkvæðagreiðslu er einnig gríðarleg um mikilvæg atriði frumvarpsins sem stjórnlagaráð skilaði af sér. Önnur umræða um þetta mikilvæga mál er þegar hafin og Alþingi hefur allar forsendur til að leiða málið til lykta með farsælum hætti. Ég vona að úthaldið bresti ekki á lokasprettinum þegar mikið ríður á að allir, sem stutt hafa málið á Alþingi, standi saman.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun